Erlent

Dularfulla andlátið rannsakað sem morð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Barry Sherman stofnaði lyfjafyritækið sem malaði gull.
Barry Sherman stofnaði lyfjafyritækið sem malaði gull. Vísir/Getty
Lögreglan í Toronto í Kanada telur að milljarðamæringnum Barry Sherman og eiginkonu hans Honey Sherman hafi verið ráðinn bani.

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að málið sé komið inn á borð morðdeildar lögreglunnar - sem reynir að komast til botns í því hvernig „dularfullan“ dauðdaga þeirra bar að garði.

Sjá einnig: Dularfullt andlát einna ríkustu hjóna Kanada

Andlát Sherman-hjónanna hefur vakið mikla athygli en þau voru meðal ríkustu hjóna Kanada. Barry Sherman stofnaði og stýrði lyfjafyrirtækinu Apotex, sem er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims. Fasteignasali fann lík hjónanna í kjallara heimilis þeirra. Ekkert benti til að brotist hafi verið inn til þerra.

Ummerki á hálsum hjónanna gefa til kynna að þau kunni að hafa verið kyrkt til bana, ef marka má vef breska ríkisútvarpsins.

Lögreglan hefur lítið viljað gefa upp um málið - annað en að andlát þeirra sé grunsamlegt og að málið sé rannsakað undir þeim formerkjum. Aðstandendur fjölskyldunnar þvertóku fyrir það um helgina að um morð og sjálfsvíg kynni að vera um ræða eins og kanadískir miðlar höfðu greint frá.

Talið er að persónulegur auður Sherman hafi numið allt að 3,2 milljarða dala, eða um 330 milljörðum íslenskra króna.


Tengdar fréttir

Dularfullt andlát einna ríkustu hjóna Kanada

Kanadíski milljarðamæringurinn Barry Sherman og eiginkona hans Honey Sherman fundust látin á heimili sínu í Toronto. Lögregla telur að andlát þeirra hafi borið að með grunsamlegum hætti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×