Golf

Guðrún Brá í góðri stöðu í Marokkó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd/GSÍmyndir

Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í 32.-38. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Efstu 60 kylfingarnir fá að spila fimmta og síðasta hringinn á mótinu en að honum loknum fá 25 efstu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Þrjár íslenskar konur hafa áður náð þeim árangri - þær Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Sú síðastnefnda mun spila á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð.

Guðrún Brá spilaði á 74 höggum fyrsta keppnisdaginn en hefur skilað sér í hús á 70 höggum á síðustu tveimur dögum.

Casey Danielson frá Bandaríkjunum er efst á tólf höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.