Golf

Guðrún Brá í góðri stöðu í Marokkó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir Mynd/GSÍmyndir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í 32.-38. sæti á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi.

Efstu 60 kylfingarnir fá að spila fimmta og síðasta hringinn á mótinu en að honum loknum fá 25 efstu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni.

Þrjár íslenskar konur hafa áður náð þeim árangri - þær Ólöf María Jónsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Sú síðastnefnda mun spila á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð.

Guðrún Brá spilaði á 74 höggum fyrsta keppnisdaginn en hefur skilað sér í hús á 70 höggum á síðustu tveimur dögum.

Casey Danielson frá Bandaríkjunum er efst á tólf höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×