Innlent

Ríkisstjórnin mælist með 66,7 prósenta stuðning

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur á sínum fyrsta ríkisráðsfundi. Vísir/Ernir
Ríkisstjórnin nýtur mikils stuðnings samkvæmt nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 12.-15. desember. 66,7 prósent svarenda sögðust styðja ríkisstjórnina. Um er að ærða meiri stuðning en nokkur ríkisstjórn hefur notið frá hruni en mun færri, eða rúm 48 prósent segjast myndu kjósa ríkisstjórnarflokkana.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi eða 23,2 prósent en mældist með 24,4 prósenta fylgi í síðustu könnun MMR. Samfylkingin mælist með næstmest fylgi eða 16,8 prósent samanborið við 16 prósent í síðustu könnun. Vinstri græn koma þar á eftir með 16,7 prósenta fylgi og bæta við sig 3,7 prósentustigum frá síðustu könnun þegar þau mældust með 13 prósenta fylgi.

Píratar mælast nú með 14,1 prósenta fylgiog mældust með 9,9 prósent í síðustu könnun sem lauk þann 17. nóvember.

Þá mælist Miðflokkurinn með 8,7 prósenta fylgi samanborið við 10,5 prósent í síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 8,5 prósenta fylgi samanborið við 9,5 prósent í síðustu könnun og þá mælist Viðreisn með 5,7 prósent en mældist með 6,5 prósent í síðutsu könnun. Flokkur fólksins missir mest fylgi og mæolist nú með 3,7 prósenta fylgi samanborið við 8,4 í síðustu könnun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×