Golf

Ólafía í tapliði í fjórleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. vísir/getty

Keppnislið Evrópumótaraðarinnar er í þriðja sæti á Queens-mótinu í Japan með tvo vinninga eftir fyrsta keppnisdag sem fór fram í nótt.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í Evrópuúrvalinu en var í tapliði þegar keppni í fjórleik fór fram í nótt. Hún var í liði með Carly Booth og töpuðu þær fyrir Seon-Woo Bae og Jeong-Eun Lee sem keppa á mótaröðinni í Suður-Kóreu.

Ólafía Þórunn og Booth voru að elta allan hringinn og töpuðu eftir fimmtándu holu þegar þær voru fjórum vinningum undir.

Fjögur keppnislið eru á mótinu en auk keppnisliðs mótaraðar Evrópu og Suður-Kóreu eru keppnislið mótaraðanna í Japan og Ástralíu.

Eftir fyrsta keppnisdag er Suður-Kórea efst með átta vinninga, Japan með fimm, Evrópa tvo og Ástralía einn.

Sýnt verður beint frá mótinu klukkan 03.00 aðfaranótt laugardags á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.