Handbolti

Töp hjá Íslendingunum í Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Steinn Jónsson
Gunnar Steinn Jónsson vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad steinlá fyrir HC Vardar í A-riðli Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Staðan í hálfleik var 14-8 fyrir Vardar og urðu lokatölur 31-15.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark en fékk að líta gult spjald og þurfti tvisvar að hvíla í tvær mínútur.

Kristianstad er í sjötta sæti riðilsins, en Vardar situr á toppnum og hefur enn ekki tapað leik.

Annars staðar í A-riðli tapaði Pick Szeged fyrir Wisla Pock. Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki í leikmannahóp Szeged.

Álaborg tapaði 31-28 fyrir franska stórveldinu PSG í B-riðli. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Álaborg, en Arnór Atlason var ekki í hóp.

Álaborg er á botni B-riðils með fjögur stig eftir 10 leiki, en PSG er með fjögurra stiga forystu á toppi riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×