Körfubolti

NBA: Kyrie Irving tryggði Celtics sigur

Dagur Lárusson skrifar
Kyrie Irving í leiknum í nótt.
Kyrie Irving í leiknum í nótt. vísir/getty
Það fóru átta leikir fram í NBA körfuboltanum í nótt þar sem meðal annars Boston Celtics, LA Lakers og Cleveland Cavaliers áttu leiki.

Boston Celtics fékk Phoenix Suns í heimsókn en fyrir leikinn höfðu heimamenn tapað aðeins 4 leikjum á tímabilinu. Boston Celtics byrjaði leikinn betur og var yfir eftir 1.leikhluta 31-22 og í hálfleik var staðan 60-54 fyrir Celtics þannig leikurinn var heldur jafn.



Í seinni hálfleiknum hélt Boston forystunni út allt til loka en stigahæsti leikmaður liðsins í 116-111 sigri var Kyrie Irving sem setti 19 stig og skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu í blálokin sem nánast tryggði sigurinn.



LA Lakers fór í heimsókn til Denver þar sem liðið mætti Denver Nuggets. Leikurinn var jafn frá upphafi til enda en það voru heimamenn frá Denver sem voru með forystuna oftar en ekki en það voru þó gestirnir sem fóru með forystuna inn í leikhlé og var staðan þá 59-55.



Heimamenn tóku við sér í seinni hálfleiknum og fóru smátt og smátt að taka völdin á vellinum og unnu að lokum sigur 115-110. Stigahæsti leikmaður Denver var Jamal Murray með 28 stig á meðan Brook Lopez var stighæstur hjá Lakers með 15 stig.



Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Celtics og Suns.

Úrslitin í nótt:

Boston Celtics 116-111 Phoenix Suns

Dallas Mavericks 108-82 LA Clippers

Brooklyn Nets 102-114 Atlanta Hawks

Cleveland 116-111 Memphis Grizzlies

Philadelphia 108-103 Detroit Pistons

Milwaukee Bucks 109-104 Sacramento Kings

Denver Nuggets 115-100 LA Lakers

Portland Trail Blazers 116-123 New Orleans Pelicans

NBA

Tengdar fréttir

Durant: Ég verð að þegja

Kevin Durant, leikmaður Golden State, var ekki parsáttur eftir leikinn í nótt þrátt fyrir sigur á Orlando Magic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×