Handbolti

Guðjón Valur með 11 mörk í Íslendingaslagnum

Dagur Lárusson skrifar
Guðjón Valur skoraði 11 mörk í dag.
Guðjón Valur skoraði 11 mörk í dag. vísir/getty
Fjórir leikir fóru fram í þýska handboltanum í dag og þar á meðal viðureign Rhein-Neckar Löwen og Erlangen.

Fyrir leikinn var TSV Hannover með 21 stig í 5.sæti deildarinnar á meðan Gummersbach var í 13.sæti með 10 stig.

Það voru gestirnir í Gummersbach sem voru með forystuna stóran hluta fyrri hálfleiksins en TSV Hannover voru þó aldrei langt undan og náðu heimamenn að jafna metin fyrir leikhlé 12-12.

Í síðari hálfleiknum tók TSV Hannover völdin og skoraði t.d. fyrstu fimm mörkin og komust í 17-12 og eftir það var ekki aftur snúið og voru lokatölur 28-22 fyrir TSV Hannover.

Rúnar Kárason skoraði fimm mörk í liði TSV Hannover en markahæstu leikmenn liðsins voru þeir Casper Mortensen og Mait Patrail með sjö mörk hvor.

Guðjón Valur og Alexander Petterson voru báðir í eldlínunni fyrir Rhein-Neckar Löwen gegn lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen.

Guðjón Valur fór mikinn í liði Rhein-Neckar og skoraði 11 mörk á meðan Alexander Peterson skoraði 2 mörk en Rhein-Neckar vann öruggan sigur 32-22.

Eftir leikinn er Rhein-Neckar í komið í 4.sæti deildarinnar með 22 stig.

Úrslit dagsins:

HSG Wetzlar 29-23 Stuttgart

TSV Hannover-Burgdorf 28-22 VFL Gummersbach

Minden 30-34 Flensburg-Handewitt

Rhein-Necker Löwen 32-22 HC Erlangen


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×