Handbolti

Norsku stelpurnar unnu stórsigur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu.
Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP
Annari umferð á Heimsmeistaramóti kvenna í handbolta lauk í kvöld á öðrum keppnisdegi mótsins.

Í A-riðli eru Spánverjar og Rúmenar með fullt hús stiga eftir tvo leiki. Spánverjar sigruðu Paragvæ örugglega 15-32. Silvia Arderius Martin var markahæst í spænska liðinu með 7 mörk.

Rúmenar unnu Slóveníu 28-31 í spennandi leik, en jafnt var með liðunum í hálfleik 14-14. Frakkar unnu svo Angóla 19-26.

Stúlkurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska landsliðinu hafa unnið báða sína leiki í B-riðli og tóku Argentínu auðveldlega í kvöld, lokatölur urðu 21-36. Heidi Loke skoraði sjö mörk úr sjö skotum, og Camilla Herrem var með 6 mörk.

Önnur úrslit í B-riðli voru 25-29 sigur Tékklands á Pólverjum og Svíar unnu Ungverja 22-25.

Aðeins Rússland hefur unnið báða leiki sína í C-riðli, en þær rússnesku unnu Svartfjallaland 23-24. Danir unni stórsigur á Japan 18-32 og Brasilía vann nauman sigur á Túnis, 22-23.

Í D-riðli hafa heimakonur í Þýskalandi unnið báða sína leiki, en þær unnu Suður-Kóreu 18-23. Friederike Gubernatis dró vagninn fyrir heimakonur og skoraði 7 mörk.

Hollendingar unnu Kínverja 13-28, en þær lágu fyrir Serbíu í fyrstu umferðinni. Serbar unnu Kamerún 21-34 .




Fleiri fréttir

Sjá meira


×