Erlent

Vongóð fyrir mikilvægan Brexit-fund

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Theresa May og Jean-Claude Juncker funda í Brussel í dag.
Theresa May og Jean-Claude Juncker funda í Brussel í dag. VÍSIR/AFP
Theresa May, forsætisráðherra Breta, hittir lykilmenn hjá Evrópusambandinu í Brussel í dag. Gert er ráð fyrir því að viðræður dagsins gætu leitt til þess að Bretar og sambandið geti byrjað að ræða viðskiptatengsl sín eftir að Bretar hverfa á brott úr ESB.

Samkvæmt heimildum BBC hefur nokkur árangur náðst í viðræðum síðustu daga og mun samkomulag vera komið á um viðskilnaðinn og réttindi borgara eftir viðskilnað. Ef það reynist þó ekki á rökum reyst er óttast að ekkert verði af fyrirhugaðri ráðstefnu þar framtíð viðskipta innan sambandsins verður til umræðu.

Að sama skapi er ennþá deilt um landamærin sem verða til á milli Bretlands og Írlands og hvaða reglur skuli gilda um þau.

May hittir meðal annarra Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, síðar í dag. Með May verða Brexit-ráðherra Breta, Dav­id Dav­is og ráðgjafi May í Brex­it mál­um, Olly Robb­ins, á há­deg­is­verðar­fund­in­um. Með Juncker verður Michel Barnier, aðal­samn­ingamaður ESB í Brex­it og ráðuneytisstjórinn Martin Selmayr.

Að sögn breskra miðla eru fulltrúar stjórnvalda í Lundúnum hóflega bjartsýnir fyrir fundi dagsins, sem hefjast klukkan 12:15 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×