Enski boltinn

Ólafur útskýrir hvað Klopp þarf að gera til að geta notað allan sóknarherinn | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Liverpool valtaði yfir Brighton, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni um helgina en sóknarleikur liðsins hefur verið magnaður að undanförnu.

Sadio Mané var ekki í liðinu hjá Liverpool en það kom ekki að sök. Hann þarf að bíta í það súra epli að sitja á bekknum því Jürgen Klopp getur ekki notað alla framherjana sína í einu. Eða hvað?

Ef Mané á að koma inn í liðið og Klopp ætlar að spila honum, Coutinho, Firmino og Mo Salah þarf hann að kaupa sterkan miðjumann sem gerir framherjasveitinni kleift að gera það sem hún gerir best.

„Þetta er þvílíkt vopnabúr af sóknarmönnum og þú spyrð: Getur hann spilað með þá alla? Það væri óskandi, en þá missirðu allt jafnvægi í liðinu. Liverpool er ekki með nægilega sterkan varnarsinnaðan miðjumann sem getur leyft þeim að vera með þessa gaura fram á við,“ sagði Ólafur Kristjánsson í Messunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×