Handbolti

Skoraði ruglað mark úr frákasti á móti gömlu félögunum | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Flott mark
Flott mark skjáskot
Spænski handboltamaðurinn David Balaguer skoraði eitt af mörkum ársins í Meistaradeildinni um helginar þegar að lið hans Nantes lagði Aron Pálmarsson og félaga í Barcelona, 29-25.

Balaguer er uppalinn hjá Barcelona og spilaði með liðinu til ársins 2014 en hann kom til Nantes fyrir tímabilið. Franska liðið hefur verið að safna liði og er líklegt til afreka í Meistaradeildinni.

Það var í fyrri hálfleik sem þýski hornamaðurinn Dominik Klein lét spænska landsliðsmarkvörðinn Gonzalo Pérez de Vargas verja frá sér en frákastið tók Balaguer og skoraði með skoti aftur fyrir bak. Ótrúlegt mark.

Börsungar sýndu ekki mikinn áhuga á að taka frákastið þannig Katalóninn þakkaði kærlega fyrir sig og skoraði þetta geggjaða mark sem má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×