Körfubolti

Tólf sigrar í röð hjá Cleveland en Curry meiddist | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
LeBron James og Dwayne Wade.
LeBron James og Dwayne Wade. Vísir/Getty
LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers eru á miklum skriði í NBA-deildinni í körfubolta um þessar mundir en liðið vann sinn tólfta leik í röð í nótt þegar að það lagði Chicago Bulls, 113-91, á útivelli.

Kevin Love var stigahæstur í liði gestanna með 24 stig auk þess sem að hann tók þrettán fráköst en LeBron skoraði 23 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Dwayne Wade kom sterkur inn af bekknum með 24 stig.

Golden State lenti undir í fyrri hálfleik á móti New Orleans Pelicans en liðið vann á endanum 10 stiga sigur, 125-11. Stephen Curry sneri sig illa á ökkla í leiknum og verður vafalítið frá næstu vikurnar.

Curry spilaði engu að síður 34 mínútu og var stigahæstur í liði gestanna með 31 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig fyrir meistarana sem eru búnir að vinna 30 leiki og tapa níu.

Úrslit næturinnar:

Charltote Bobcats - Orlando Magic 104-94

Indiana Pacers - New York Knicks 115-97

Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 90-110

Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 91-113

New Orleans Saints - Golden State Warriors 115-125

San Antonio Spurs - Detroit Pistons 96-93

Philadelphia 76ers - Phoenix Suns 101-115

Boston Celtics - Milwaukee Bucks 95-92

Memphis Grizzlies - Minnesota Timberwolves 95-92

Dallas Mavericks - Denver Nuggets 122-105

Utah Jazz - Washington Wizards 116-69

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×