Enski boltinn

Kompany: United á móti City er mikilvægasti leikur heims

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Knattspyrnustjórar Manchester-liðanna, Jose Mourinho og Pep Guardiola.
Knattspyrnustjórar Manchester-liðanna, Jose Mourinho og Pep Guardiola. vísir/getty

Vincent Kompany, miðvörður Manchester City, segir engan leik skipta jafnmiklu máli og Manchester-slaginn sem fram fer á sunnudaginn í ensku úrvalsdeildinni.

City-liðið er búið að vinna þrettán leiki í röð og er átta stigum á undan United fyrir leikinn en United er í öðru sæti deildarinnar og verður án Paul Pogba í leiknum.

Kompany skoraði sigurmark í Manchester-slag árið 2012 þegar að City vann ensku úrvalsdeildina í fyrsta skiptið en hann segir ríginn á milli liðanna stærri en einhver stig í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég ýti eiginlega á pásu í lífinu þegar að það kemur að borgarslagnum. Tímabilið skiptir mig þá ekki lengur máli. Lífið snýst um þennan leik,“ segir Kompany í viðtali við Sky Sports.

„Knattspyrnustjórar og leikmenn eiga það til að tala niður þennan leik en mér er alveg sama. Það er algjört kjaftæði. Þessi leikur er sá mikilvægasti í heimi fyrir mér.“

„Hann skiptir meira máli en nokkuð annað og ég mun gefa allt sem ég á. Það skiptir engu máli í hvaða sætum liðin eru þegar að þau mætast. Ég vil bara geta gengið af velli með höfuðið hátt,“ segir Vincent Kompany.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.