Handbolti

Óvæntur sigur hjá þeim japönsku á HM í dag eftir rassskell um helgina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Japönsku stelpurnar fagna sigri í leikslok.
Japönsku stelpurnar fagna sigri í leikslok. Vísir/EPA
Óvænt úrslit urðu á heimsmeistarakeppni kvenna í handbolta í dag þegar japönsku stelpurnar komu mjög á óvart með því að vinna Svartfjallaland aðeins tveimur dögum eftir að þær japönsku höfðu fengið rassskell á móti Dönum.

Rússar eru áfram með fullt hús í keppninni en gestgjafar Þjóðverja og Serbar töpuðu sínu fyrsta stigi. Sænsku stelpurnar eru einnig komnar í gang eftir tvo sigurleiki í röð.

Slóvenía og Frakkland unnu sína leiki í A-riðli og eru bæði með fjögur stig eins og lið Spánar og Rúmeníu sem mætast innbyrðis seinna í kvöld. Spánn og Rúmenía hafa unnið tvo fyrstu leiki síns.

Ungversku stelpurnar fengu sín fyrstu stig á mótinu eftir öruggan sigur á Argentínu í B-riðli og sænsku stelpurnar eru komnar í gang og fögnuðu sínumm öðrum sigri í röð þegar liðið vann Tékka 36-32.

Japönsku stelpurnar komu mjög á óvart með því að vinna Svartfjallaland, 29-28, eftir æsispennandi leik í C-riðlinum. Japan tapaði með fjórtán mörkum fyrir Dönum í leiknum á undan en Svarfjallaland vann sjö marka sigur á dönsku stelpunum í fyrstu umferðinni. Aya Yokoshima skoraði sigurmark japanska liðið en Svarfellingar voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12.



Rússar eru með fullt hús í C-riðlinum eftir öruggan átta marka sigur á Brasilíu í dag, 24-16.

Suður-Kórea og Holland unnu bæði sinn annan sigur í D-riðlinum en Þýskaland og Serbía gerðu 22-22 jafntefli í toppslag riðilsins. Þau voru bæði með fullt hús fyrir leikinn. Þýskaland og Serbía eru bæði með fimm stig í efstu tveimur sætunum.

Úrslit úr leikjum á HM kvenna í handbolta í dag:

A-riðill

Slóvenía - Angóla 32-25

Frakkland - Paragvæ  35-13

B-riðill

Ungverjaland - Argentína 33-15

Svíþjóð - Tékkland 36-32

C-riðill

Svartfjallaland - Japan 28-29

Rússland - Brasilía 24-16

D-riðill

Suður Kórea - Kína 31-19

Holland - Kamerún 29-22

Þýskaland - Serbía 22-22




Fleiri fréttir

Sjá meira


×