Egill skammast sín fyrir pistlaskrifin og segist hafa þroskast: „Hver djöfullinn var að mér?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:10 Egill Einarsson segir að hann hafi þroskast. Vísir/GVA Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“ Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Egill Einarsson bað þær konur sem hann nafngreindi í umdeildum pistli árið 2007 afsökunar í kvöld. Í færslu sem hann birti á Facebook segist Egill sjá eftir skrifum sínum og að hann hafi þroskast síðan þá. Tilvitnanir í pistla og bækur Egils hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu daga en nafn hans var nefnt í tengslum við frásögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. „Þegar ég byrjaði að blogga og skrifa pistla þá hafði ég mjög gaman af því að pirra og hneyksla. Ég í raun þreifst á því. Var duglegur að nafngreina þekkta einstaklinga í þjóðfélaginu. Ef þú ert þekkt persóna þá eru góðar líkur að þú hafir fengið að heyra það frá Gillzenegger á bloggi, bókum eða í pistlum. Markmiðið var nú samt aldrei að meiða fólk. Þeir sem þekkja mig vita að Gillzenegger metrómaður og skrif hans voru frekar ýkt útgáfa af Agli Einarsyni. Á þessum tíma fannst mér ég vera fáránlega fyndinn, comedy genius í rauninni.“ Egill segir að honum finnist ekki jafn gaman að pirra fólk í dag. „Ég byrjaði að blogga á netinu í janúar 2004. Ég skrifaði svo 61 pistil fyrir DV. Þann fyrsta 19. janúar 2005 og þann síðasta 3. ágúst 2006. Þolmörk fyrir gríni á þessum tíma voru allt önnur en nú. Í dag væri minni stemmning fyrir þessum pistlum, orðum það þannig. Ég dansaði oft á línunni í DV pistlunum og í einhverjum bloggfærslum fór ég gjörsamlega yfir strikið.“ Steinunn Valdís var ein þeirra sem varð fyrir aðkasti á vefsíðu Egils, þar sem hún var meðal annars kölluð „portkona“ og þyrfti „lim og það strax“. Í pistlinum var því haldið fram að á hana „dugaði ekkert annað en lágmark tveir harðir.“ Steinunn lagði aldrei fram kæru vegna ummælanna. Varðandi fræga pistilinn frá 2007 segir Egill að hann skammist sín. „Ég er ekki stoltur af þessum skrifum. Þetta var líka ekki fyndið, bara gróft og særandi. Ég viðurkenni að ég hef oft haft gaman af grófum svörtum húmor, en þetta var ljótt, og ég sé mikið eftir þessu. Ég vil því enn og aftur biðja þessar konur afsökunar sem ég nafngreindi í þessum pistli. Ég veit ekki hvort það er einhver sárabót.“ Egill að hann fái hroll þegar hann sjái pistilinn og finnst hann ekki fyndinn í dag. „Þegar ég les gömul skrif þá hristi ég oft hausinn og hugsa, hvað var í gangi? Hver djöfullinn var að mér? Það er kannski jákvætt merki að maður sé búinn að þroskast eitthvað á þessum árum.“
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00