Viðskipti innlent

Björgólfur hluthafi verktakafyrirtækis sem reisir hugmyndahús í Vatnsmýrinni

Hörður Ægisson skrifar
Grósku, nýtt hugmyndahúss á sviði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, verður 17.500 fermetrar að stærð.
Grósku, nýtt hugmyndahúss á sviði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, verður 17.500 fermetrar að stærð.

Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., sem er nýtt verktakafyrirtæki og er meðal annars í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur undirritað samning um byggingu Grósku, nýs  hugmyndahúss á sviði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni.

„Samningurinn um Grósku er fyrsti samningurinn sem við undirritum og bygging Grósku fyrsta stóra verkefnið sem við tökum að okkur. Það er ánægjulegt að hugsa til þess að það skuli vera uppbygging hugmyndahúss á Vísindagörðum Háskólans og jafnframt höfuðstöðvar CCP,“ segir Karl Þráinsson, forstjóri Arnarhvols. Húsið verður fullbúið 17.500 fermetrar að stærð en fyrsta skóflustungan að nýbyggingunni var tekin í febrúar á þessu ári.

Karl starfaði áður sem forstjóri Íslenskra aðalverktaka en hætti þar störfum í ársbyrjun 2016 og tók sér þá stöðu stjórnarformanns hjá fyrirtækinu. Hann segir að Arnarhvoll, sem hóf starfsemi um mitt þetta ár, muni í framhaldinu huga að öðrum stórum verkefnum víða um land og ætli sér að vera „leiðandi á verktakamarkaði í framtíðinni“.

Auk Björgólfs Thors er Arnarhvoll í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA:Construo, Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar og Karls Þráinssonar. vísir/gva

Auk Björgólfs Thors er félagið í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA:Construo, Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar og Karls. Andri og Birgir Már, sem hafa verið samstarfsmenn og viðskiptafélagar Björgólfs um árabil, hafa meðal annars komið að kaupum á eignum á Suðurnesjum í gegnum félagið BK eignir sem síðar var keypt af Almenna leigufélaginu, sem er í eigu sjóðs í stýringu GAMMA. Björgólfur Thor er í dag stór hluthafi í tölvuleikjaframleiðandanum CCP og fjarskiptafyrirtækinu Nova.

Áætlað er að hið nýja hugmyndahús verði tekið í notkun 2019. Húsið skiptist í margar einingar þar sem nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtækjum gefst kostur á að leigja aðstöðu. Þá er einnig gert ráð fyrir verslunum, kaffihúsi og annarri þjónustu á jarðhæð auk ráðstefnusalar. 

Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson hefðu meðal annars komið að fjármögnun kísilmálmverksmiðjunnar Thorsil. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á þeim mistökum.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.