Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. desember 2017 02:00 Þó svo að Katrín Jakobsdóttir sé undrandi og glöð segir hún mikilvægt að ríkisstjórnin standi undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. vísir/stefán Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira