Enski boltinn

Hrækt að Neville og hann kýldur í borgarslag

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Phil Neville spilaði marga leiki á móti Liverpool.
Phil Neville spilaði marga leiki á móti Liverpool. vísir/getty

Phil Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Everton, var ávallt hataður þegar hann spilaði í borgarslag á móti Manchester City eða Liverpool. Frá þessu segir hann sjálfur í viðtali við Sky Sports.

Neville ólst upp hjá Manchester United og spilaði því reglulega á móti Manchester City en hann færði sig svo til Everton þar sem hann spilaði Merseyside-slaginn á móti Liverpool að minnsta kosti tvisvar á ári.

„Það hötuðu mig allir því ég spilaði fyrir Manchester United, var svo fyrirliði Everton og bróðir minn er Gary Neville,“ segir Neville þegar hann rifjar upp þessar borgarslagi sem hann tók þátt í.

Eitt rosalegasta atvikið átti sér stað á Anfield árið 2008 þar sem hann reyndi að taka innkast.

„Ég fór út að hliðarlínu til að taka innkast og smá hráka flaug yfir hausinn á mér og þá fann ég högg aftan í hnakkann,“ segir hann.

„Þetta var nú meira eins og handaband og í raun var maðurinn ekkert að reyna að meiða mig. Stuðningsmennirnir eru bara svo nálægt á Anfield.“

„Það er til frábær myndi þar sem maðurinn er að reyna að kýla mig og hrákan er að fljúga yfir mig. Þetta var alltaf eitthvað sem keyrði mig áfram í þessum leikjum,“ segir Phil Neville.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.