Erlent

Lögmaður Trump neitar því að Deutsche Bank hafi fengið stefnu

Kjartan Kjartansson skrifar
Deutsche Bank hefur ekki tjáð sig efnislega um fréttir af stefnu frá sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins.
Deutsche Bank hefur ekki tjáð sig efnislega um fréttir af stefnu frá sérstökum rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Vísir/Getty

Stefna um gögn um reikninga Trump-fjölskyldurnar hefur ekki borist þýska bankanum Deutsche Bank þvert á fréttir þess efni. Þetta segir einn lögmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Greint hefur verið frá því að sérstakur rannsakandi á Rússatengslum Trump hafi stefnt bankanum til að fá gögnin afhent.

Reuters-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sínum í gær að Deutsche Bank hefði fengið stefnuna fyrir nokkrum vikum. Í henni væri krafist upplýsinga um fjármagnsflutninga Trump og fjölskyldu hans. Bankinn hefur lánað fyrirtækjum Trump milljónir dollara í gegnum tíðina.

Jay Sekulow, lögmaður Trump, neitar því hins vegar að slík stefna hafi borist bankanum í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Bankinn og „aðrar heimildir“ hafi staðfest það.

Deutsche Bank hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar. Heimildarmaður Reuters segir að rannsakendur hafi meðal annars viljað komast að því hvort að Deutsche Bank hefði selt lán Trump til Rússneska þróunarbankans VEB eða annarra rússneskra banka sem Bandaríkin og Evrópusambandið beita nú refsiaðgerðum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.