Viðskipti innlent

Rúmlega 61 milljarðs gjaldþrot Styttu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Stytta var í eigu Stoða, sem áður hét FL Group og var dótturfélag Baugs.
Stytta var í eigu Stoða, sem áður hét FL Group og var dótturfélag Baugs.
Skiptum hefur verið lokið í félaginu Stytta ehf. og fundust engar eignir í búinu upp í lýstar kröfur. Gjaldþrotið nemur 61,3 milljarði króna rúmlega, en það var tekið til skipta í mars á þessu ári. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var stofnað árið 2008 og var í eigu Stoða (áður FL Group og dótturfélag Baugs) og Blackstar Ltd. (áður í eigu lykilstjórnenda verslunarkeðjunnar Iceland) á eynni Mön og keypti það 29 prósenta hlut í Fons, félagi Pálma Haraldssonar, upp á 430 milljónir punda. Stærstur hluti þess láns var tekinn hjá Landsbankanum. Pálmi sagði að með sölunni hefði verið slegið Íslandsmet í hagnaði og notaði Fons hluta kaupverðsins til þess að tryggja yfirráð sín í móðurfélagi Iceland Express.

Mbl greindi frá því í síðasta mánuði að eignarhaldsfélag gamla Landsbankans, LBI, væri eini kröfuhafinn en eins og áður segir fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur.


Tengdar fréttir

Fons tapaði 42 milljörðum króna

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, tapaði 42 milljörðum króna á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Pálmi selur í Iceland og fleiri félögum - hagnaður upp á 80 milljarða

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í Iceland, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×