Viðskipti innlent

Rúmlega 61 milljarðs gjaldþrot Styttu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Stytta var í eigu Stoða, sem áður hét FL Group og var dótturfélag Baugs.
Stytta var í eigu Stoða, sem áður hét FL Group og var dótturfélag Baugs.

Skiptum hefur verið lokið í félaginu Stytta ehf. og fundust engar eignir í búinu upp í lýstar kröfur. Gjaldþrotið nemur 61,3 milljarði króna rúmlega, en það var tekið til skipta í mars á þessu ári. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.

Félagið var stofnað árið 2008 og var í eigu Stoða (áður FL Group og dótturfélag Baugs) og Blackstar Ltd. (áður í eigu lykilstjórnenda verslunarkeðjunnar Iceland) á eynni Mön og keypti það 29 prósenta hlut í Fons, félagi Pálma Haraldssonar, upp á 430 milljónir punda. Stærstur hluti þess láns var tekinn hjá Landsbankanum. Pálmi sagði að með sölunni hefði verið slegið Íslandsmet í hagnaði og notaði Fons hluta kaupverðsins til þess að tryggja yfirráð sín í móðurfélagi Iceland Express.

Mbl greindi frá því í síðasta mánuði að eignarhaldsfélag gamla Landsbankans, LBI, væri eini kröfuhafinn en eins og áður segir fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur.


Tengdar fréttir

Fons tapaði 42 milljörðum króna

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, tapaði 42 milljörðum króna á árinu 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Pálmi selur í Iceland og fleiri félögum - hagnaður upp á 80 milljarða

Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt hluti sína í Iceland, Landic Property, Booker, Goldsmith fyrir um 100 milljarða. Heimildir Vísis herma að hagnaður Fons af sölunni á hlutnum í Iceland sé um 75 milljarðar króna og yfir 80 milljarðar af heildarsölunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.