Viðskipti innlent

26 prósent íslenskra launþega í vaktavinnu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
26,1 prósent launþega eru í vaktavinnu skv. tölum Hagstofunnar.
26,1 prósent launþega eru í vaktavinnu skv. tölum Hagstofunnar. GVA

Vaktavinna er fremur algeng á Íslandi í samanburði við önnur lönd en árið 2016 unnu 26,1 prósent launþega á Íslandi vaktavinnu. Þetta kemur fram í úttekt Hagstofu Íslands.

Hlutfallið er það níunda hæsta í Evrópu og 7,6 prósentum yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Hlutfall launþega í vaktavinnu hefur hækkað en árið 2008 var það 20,6 prósent.

Rúmenía, Grikkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland, Makedónía og Slóvenía eru öll með hærra hlutfall en Ísland og á toppnum situr Króatía.

Vaktavinna var langalgengust í yngsta aldurshópnum en árið 2016 voru 55,8 prósent launþega á aldrinum 16–24 ára í vaktavinnu. Því næst kom aldurshópurinn 25–34 ára með 25,6 prósent. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á hópum á aldursbilinu 35–64 ára. Innan þeirra hópa var hlutfallið sem vann vaktavinnu á bilinu 17,7 til 18,5 prósent. Hlutfallið var lægst á meðal fólks 65 ára og eldra. Þá hefur hlutfall launþega í vaktavinnu aukist mest í tveimur yngstu aldursbilunum frá árinu 2008, úr 37,4 prósent á meðal fólks 16–24 ára og úr 18,7 prósent á aldursbilinu 25–34 ára.

Launþegar með háskólamenntun voru ólíklegri til að vinna vaktavinnu en launþegar með minni menntun. Árið 2016 voru um 11 prósent launþega 25 ára og eldri með háskólamenntun í vaktavinnu. Hlutfallið var hæst á meðal þeirra sem höfðu lokið framhalds- eða starfsnámi, eða 27,5 prósent, og hafði hækkað umtalsvert frá 2008, úr 19,6 prósent. Þeir launþegar sem aðeins höfðu lokið grunnnámi og unnu á vöktum voru 21,8 prósent.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.