Friðrik Ingi: Robinson er í engu formi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2017 21:15 Friðrik Ingi vildi sjá betri frammistöðu hjá sínum mönnum í kvöld. vísir/ernir Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92. „Það vantaði talsvert bit í leik okkar. Við vorum sjálfum okkur verstir fannst mér. Við fengum mikið af galopnum þriggja stiga skotum. Við erum gott þriggja stiga lið en einhverra hluta vegna fóru skotin ekki niður,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi eftir leik. „En það var ekki það sem fór með leikinn, heldur að við spiluðum mjög veika og slaka vörn. Það vantaði neista og kraft og við vorum einhæfir. Stjarnan gerði vel og spilaði ágætan körfubolta lengstum.“ Friðrik Ingi vildi sjá betra viðhorf og meiri útgeislun hjá sínum mönnum. „Það vantaði sjálfstraust og karakter í hópinn. Við vorum flatir og það vantaði fleiri leiðtoga. Það eru of margir sem gera þetta á hljóðlegan hátt en stundum verða menn að sýna tennurnar og vera grimmari,“ sagði Friðrik Ingi. Stanley Robinson, leikmaður Keflavíkur, átti afleitan leik og spilaði aðeins rúmar 20 mínútur. Friðrik Ingi var ekki sáttur með Robinson og segir hann ekki í formi. „Hann var mjög slakur í dag og gerði ekki mikið fyrir okkur. Mér fannst takturinn vera þess eðlis að ég varð að láta hann sitja talsvert á bekknum,“ sagði Friðrik Ingi. „Hann er í engu formi, því miður. Hann er búinn að vera hérna í einhverjar vikur og ég sé ekki miklar framfarir á forminu. Ég veit hversu megnugur hann er en hann verður að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik. Hann er langt frá því eins og staðan er núna.“ En þarf Robinson að bæta sig mikið til að verða ekki sendur heim? „Já, ef hann verður ekki mikið betri en þetta. Þetta er harður heimur og yfirleitt er þetta annað hvort bandaríski leikmaðurinn eða þjálfarinn. Það er annað hvort ég eða hann ef töpum mikið fleiri leikjum og frammistaðan verður ekki betri en þetta,“ sagði Friðrik Ingi að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Stjörnunni í kvöld. Stjörnumenn voru með undirtökin allan tímann og unnu 11 stiga sigur, 81-92. „Það vantaði talsvert bit í leik okkar. Við vorum sjálfum okkur verstir fannst mér. Við fengum mikið af galopnum þriggja stiga skotum. Við erum gott þriggja stiga lið en einhverra hluta vegna fóru skotin ekki niður,“ sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi eftir leik. „En það var ekki það sem fór með leikinn, heldur að við spiluðum mjög veika og slaka vörn. Það vantaði neista og kraft og við vorum einhæfir. Stjarnan gerði vel og spilaði ágætan körfubolta lengstum.“ Friðrik Ingi vildi sjá betra viðhorf og meiri útgeislun hjá sínum mönnum. „Það vantaði sjálfstraust og karakter í hópinn. Við vorum flatir og það vantaði fleiri leiðtoga. Það eru of margir sem gera þetta á hljóðlegan hátt en stundum verða menn að sýna tennurnar og vera grimmari,“ sagði Friðrik Ingi. Stanley Robinson, leikmaður Keflavíkur, átti afleitan leik og spilaði aðeins rúmar 20 mínútur. Friðrik Ingi var ekki sáttur með Robinson og segir hann ekki í formi. „Hann var mjög slakur í dag og gerði ekki mikið fyrir okkur. Mér fannst takturinn vera þess eðlis að ég varð að láta hann sitja talsvert á bekknum,“ sagði Friðrik Ingi. „Hann er í engu formi, því miður. Hann er búinn að vera hérna í einhverjar vikur og ég sé ekki miklar framfarir á forminu. Ég veit hversu megnugur hann er en hann verður að vera í formi til að geta spilað sinn eðlilega leik. Hann er langt frá því eins og staðan er núna.“ En þarf Robinson að bæta sig mikið til að verða ekki sendur heim? „Já, ef hann verður ekki mikið betri en þetta. Þetta er harður heimur og yfirleitt er þetta annað hvort bandaríski leikmaðurinn eða þjálfarinn. Það er annað hvort ég eða hann ef töpum mikið fleiri leikjum og frammistaðan verður ekki betri en þetta,“ sagði Friðrik Ingi að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Sjá meira
Umfjöllun: Keflavík - Stjarnan 81-92 │ Sterkur Stjörnusigur suður með sjó Stjarnan bar sigurorð af Keflavík, 81-92, í 10. umferð Domino's deildar karla í kvöld. 7. desember 2017 21:15