Erlent

Brendan Dassey verður áfram í fangelsi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Steven Avery og Brendan Dassey.
Steven Avery og Brendan Dassey.
Áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í kvöld að Brendan Dassey hafi ekki verið þvingaður til að játa á sig morðið á Teresu Halbach, 25 ára ljósmyndara, árið 2005. Hann verður því ekki leystur úr haldi. Nú þegar höfðu tveir dómstólar úrskurðað að lögregluþjónar hafi nýtt sér aldur og þroskaskerðingu Dassey til að fá hann til að játa að hafa hjálpað frænda sínum, Steven Avery, að nauðga og myrða Halbach.

Dómstóll felldi á síðasta ári úr gildi lífstíðardóm frá 2007 yfir Dassey og áfrýjunardómstóll staðfesti það svo sumarið 2016. Saksóknarar áfrýjuðu ákvörðun dómstólsins og vildu að áfrýjunardómstóll fullskipaður alríkisdómurum tæki málið fyrir. 

Mál Dassey vakti gríðarlega athygli eftir sýningu sjónvarpsþáttaröðinni Making a Murderer sem sýndir voru á Netflix. 

Avery situr enn inni fyrir sama morð, en hann hlaut einnig lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Dassey var sextán ára á þeim tíma sem Halback var myrt. Niðurstaða fullskipaðs áfrýjunardómstóls var þannig að fjórir dómarar gegn þremur komust að þeirri niðurstöðu að Dassey hefði ekki verið þvingaður til að játa. Dassey hefur setið áfram í fangelsi á meðan á áfrýjuninni stendur og verður ekki leystur úr haldi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×