Innlent

Beit lögreglumann sem hugðist aðstoða hana

Atli Ísleifsson skrifar
Um klukkan hálf fjögur í nótt barst lögreglu tilkynning um líkamsárás þar sem maður hafði verið sleginn í höfuðið með flösku.
Um klukkan hálf fjögur í nótt barst lögreglu tilkynning um líkamsárás þar sem maður hafði verið sleginn í höfuðið með flösku. Vísir/Eyþór
Kona var handtekin í miðborg Reykjavíkur í nótt vegna ölvunarástands og fyrir að hafa bitið lögreglumann sem hugðist aðstoða hana. Hún gistir nú fangageymslu.

Um klukkan hálf fjögur í nótt barst lögreglu tilkynning um líkamsárás þar sem maður hafði verið sleginn í höfuðið með flösku. Hann var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl, en ekki er vitað um árásarmanninn.

Í dagbók lögreglu segir að einnig hafi verið tilkynnt um aðra líkamsárás í borginni klukkan 23:30 í gærkvöldi og var þar stúlka handtekin.

Loks hafði lögregla afskipti af fjölda ökumanna sem stöðvaðir voru vegna ölvunaraksturs eða fíkniefnaaksturs, auk þess að eitthvað var um hávaðaútköll víðs vegar um bæinn og önnur smávægileg ölvunarverkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×