Innlent

Skjálfti 4,1 að stærð í Bárðarbungu

Atli Ísleifsson skrifar
Bárðarbunga er hæsti punkturinn í norðvesturhluta Vatnajökuls.
Bárðarbunga er hæsti punkturinn í norðvesturhluta Vatnajökuls. Vísir/Garðar
Skjálfti 4,1 að stærð varð í sunnanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 6:19 í morgun.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir enn fremur að engin merki séu um gosóróa á svæðinu.

Skjálfti 3,2 að stærð varð í Bárðarbungu þann 3. desember síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Segir rannsóknir styðja að Katla gaus árið 2011

Síðasta Kötlugos var ekki árið 1918 heldur að öllum líkindum árið 2011, þegar brúin yfir Múlakvísl sópaðist burt. Jarðeðlisfræðingur segir frekari rannsóknir á atburðinum fyrir sex árum styðja að þá hafi orðið lítið eldgos í Kötlu.

Fimm öflugustu eldfjöll Íslands að undirbúa gos

Fimm af öflugustu eldstöðvum Íslands sýna nú merki þess að vera að undirbúa gos. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þekkt úr sögunni að gosið geti samtímis úr fleiri en einu eldfjalli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×