Erlent

Kúbumenn mega loks senda sms til Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Kúbumenn notast mikið við samskiptaforritið Gaspar.
Kúbumenn notast mikið við samskiptaforritið Gaspar. Vísir/afp
Kúbverska ríkissímafyrirtækið Etecsa heimilar nú íbúum á Kúbu að senda smáskilaboð til Bandaríkjanna og afnemur þar sem banni sem hefur skapað mikla gremju meðal íbúa.

„Frá 8. desember verður hægt að senda sms úr hvaða síma sem er til Bandaríkjanna,“ segir í yfirlýsingu frá Etecsa.

Rúmlega tvær milljónir Kúbumanna búa annars staðar en á Kúbu, flestir þeirra í Bandaríkjunum.

Kúbumenn geta ekki nýtt sér fjölda samskiptaþjónusta á netinu þar sem yfirvöld þar í landi hafa sett hömlur á aðgengi almennings að netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×