Innlent

Reyndi að smygla innvortis rúmu kílói af kókaíni til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Kókaínið var að finna í 106 pakkningum.
Kókaínið var að finna í 106 pakkningum. Vísir/anton
Lögreglan á Suðurnesjum er nú með fíkniefnamál til rannsóknar þar sem erlendur karlmaður á fimmtugsaldri reyndi að smygla rúmu kílói af kókaíni til landsins. Maðurinn var með efnin innvortis en það var að finna í 106 pakkningum.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að um sé að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla á Keflavíkurflugvelli hefur séð mann reyna að smygla innvortis til landsins.

„Það var 22. nóvember síðastliðinn sem tollgæslan stöðvaði manninn við komuna til landsins. Hann var þá að koma frá Frankfurt. Lögregla var kvödd til þar sem grunur lék á að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. Hann var færður til röntgenmyndatöku og kom þá  ljós að hann var með mikið magn af aðskotahlutum innvortis sem reyndust vera kókaínpakkningarnar ofangreindu.

Umræddur maður hefur áður komið við sögu lögreglu í Belgíu vegna fíkniefnamála þar,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×