Erlent

Hundruð þúsunda á götum Parísar til að minnast Johnny Hallyday

Atli Ísleifsson skrifar
Kistu Johnny Hallyday var ekið niður Champs-Élysées.
Kistu Johnny Hallyday var ekið niður Champs-Élysées. Vísir/afp
Hundruð þúsunda hafa safnast saman á götum Parísar til að minnast frönsku rokkstjörnunnar Johnny Hallyday en útför hans fer fram í dag.

Hallyday lést fyrr í vikunni, 74 ára að aldri, eftir baráttu við lungnakrabbamein.

Kista Hallyday var ekið niður Champs-Élysées og að því loknu var haldin sérstök minningarathöfn þar sem Emmanuel Macron Frakkslandsforseti var meðal ræðumanna.

Hljómsveit Hallyday flutti jafnframt nokkur lög söngvarans, án söngs. Athöfn fer einnig fram í Kirkju Magdalenu í París og verður sýnt beint frá henni í frönsku sjónvarpi.

Söngvarinn, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, seldi rúmlega 100 milljón plötur á ferlinum og lék í fjölda kvikmynda. Hann var sæmdur riddaratign af þáverandi Frakklandsforseta, Jacques Chirac, árið 1997.

Þrátt fyrir að vera í hávegum hafður í hinum frönskumælandi hluta heimsins, þar sem hann var einfaldlega kallaður „Johnny okkar“ að sögn breska ríkisútvarpsins, tókst honum ekki að öðlast teljandi vinsælda annars staðar.

Að neðan má sjá útsendingu frá Facebook-síðu Macron forseta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×