Segir Íslendinga þurfa að sýna meiri yfirvegun þegar kemur að mygluskemmdum Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. desember 2017 14:14 Sérfræðingur hjá Mannviti segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. Vísir/Getty Nálgast þarf rakaskemmdir og myglu í byggingum hérlendis með yfirvegaðri hætti. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hann segir viðbrögðin hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. Mygluskemmdir voru í kastljósinu á fræðslufundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í vikunni. Meðal ræðumanna var þýskur myglusérfræðingur sem er einn helsti ráðgjafi þýskra stjórnvalda um málefnið auk verkfræðingsins Einars Ragnarssonar. Einar segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. „Þeir flokka húsnæði niður eftir því hve vandamálið er mikið. Það fer auðvitað eftir því hversu mikið, hversu útbreitt þetta er.Það er nánast óþekkt að hús séu rýmd með öllu. Ef upp koma svona mál hvað varðar til dæmis skóla, þá er oftar en ekki að það er tekið fyrir eitt herbergi, eitt rými, ein kennslustofa, en annað er í rekstri á meðan,“ segir Einar.Notast við sérstaka „mygluhunda“ Þá megi taka sér ýmiss konar nýlega tækni til fyrirmyndar, en þannig nota Þjóðverjar til að mynda sérstaka mygluhunda sér til aðstoðar. „Þú getur þá nokkurn veginn treyst því að ef þú ferð með hundinn inn í rými, þá þarft ekki að vera að leita að myglu á öðrum stöðum en þeim sem hann veitir einhverja athygli,“ segir Einar. Þannig segir hann Íslendinga nokkuð gjarna á að dæma hús ónýt, rýma þau og jafnvel rífa án þess að búið sé greina og kanna alvarleika hvers tilviks. Hann ítrekar að heilsufarslegar afleiðingar myglu séu tvímælalaust oft miklar og alvarlegar. Aftur á móti vær oft hægt að leysa þann þátt er snýr að byggingunum sjálfum með yfirvegaðri hætti, enda geti til að mynda verið afar miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. „Í fyrsta lagi þurfum við að rannsaka þetta, þekkja þetta, athuga umfangið hérna á Íslandi, og svo þurfum við að finna einhverjar leiðir til að bregðast við á skynsamari hátt þannig að við séum ekki hreinlega að sóa fjármunum að óþörfu.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
Nálgast þarf rakaskemmdir og myglu í byggingum hérlendis með yfirvegaðri hætti. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hann segir viðbrögðin hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. Mygluskemmdir voru í kastljósinu á fræðslufundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í vikunni. Meðal ræðumanna var þýskur myglusérfræðingur sem er einn helsti ráðgjafi þýskra stjórnvalda um málefnið auk verkfræðingsins Einars Ragnarssonar. Einar segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. „Þeir flokka húsnæði niður eftir því hve vandamálið er mikið. Það fer auðvitað eftir því hversu mikið, hversu útbreitt þetta er.Það er nánast óþekkt að hús séu rýmd með öllu. Ef upp koma svona mál hvað varðar til dæmis skóla, þá er oftar en ekki að það er tekið fyrir eitt herbergi, eitt rými, ein kennslustofa, en annað er í rekstri á meðan,“ segir Einar.Notast við sérstaka „mygluhunda“ Þá megi taka sér ýmiss konar nýlega tækni til fyrirmyndar, en þannig nota Þjóðverjar til að mynda sérstaka mygluhunda sér til aðstoðar. „Þú getur þá nokkurn veginn treyst því að ef þú ferð með hundinn inn í rými, þá þarft ekki að vera að leita að myglu á öðrum stöðum en þeim sem hann veitir einhverja athygli,“ segir Einar. Þannig segir hann Íslendinga nokkuð gjarna á að dæma hús ónýt, rýma þau og jafnvel rífa án þess að búið sé greina og kanna alvarleika hvers tilviks. Hann ítrekar að heilsufarslegar afleiðingar myglu séu tvímælalaust oft miklar og alvarlegar. Aftur á móti vær oft hægt að leysa þann þátt er snýr að byggingunum sjálfum með yfirvegaðri hætti, enda geti til að mynda verið afar miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. „Í fyrsta lagi þurfum við að rannsaka þetta, þekkja þetta, athuga umfangið hérna á Íslandi, og svo þurfum við að finna einhverjar leiðir til að bregðast við á skynsamari hátt þannig að við séum ekki hreinlega að sóa fjármunum að óþörfu.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira