Innlent

Harður árekstur í Hafnarfirði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Ökumaður og farþegi voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.
Ökumaður og farþegi voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Vísir/Eyþór
Tilkynnt var um umferðaróhapp á gatnamótum Flatahrauns og Helluhrauns um tvöleytið í dag. Ökumaður og farþegi voru flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Báðir voru bílarnir fluttir af vettvangi með dráttarbíl. Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Handtekinn grunaður um þjófnað

Karlmaður var í dag klukkan eitt handtekinn vegna gruns um þjófnað í áfengisverslun í Breiðholti. Karlmaðurinn reyndist í annarlegu ástandi sökum ölvunar. Hann var vistaður í fangaklefa og verður þar þangað til hægt verður að taka af honum framburðarskýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×