Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Félagsmálaráðherra segir erfiðar aðstæður heimilislausra verða forgangsverkefni í ráðuneyti hans. Húsnæðisvanda þeirra verði að leysa. Borgarstjóri segir mikilvægt að ríkið og sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarinnar leggi sín lóð á vogarskálarnar. Rætt verður við Ásmund Einar Daðason og Dag B. Eggertsson í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Einnig verður rætt við ungan fanga sem afplánar dóm sinn í fangelsinu á Hólmsheiði. Hann segir erfitt að komast aftur á beinu brautina í því umhverfi sem fangelsið býður upp á. Þá heyrum við í þingflokksformanni Samfylkingarinnar sem gagnrýnir stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar harðlega. Stekkjastaur er á leiðinni til Grænlands, við fáum að vita hvers vegna í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×