Innlent

Eldsupptök enn ókunn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp og engin hætta steðjaði að fólki.
Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp og engin hætta steðjaði að fólki. Vísir.is/Hafþór Gunnarsson
Rannsókn á eldsupptökum við húsnæði skipaþjónustu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði er enn í fullum gangi. Lögreglan hefur nú lokið vettvangsrannsókn en rannsókn á eldsupptökum heldur áfram. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum segir að verið sé að vinna úr því sem kom fram við vettvangsskoðunina.

Rannsókn lögreglunnar á orsökum brunans hófst í morgun. Henni til aðstoðar voru kallaðir til tveir starfsmenn tæknideildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir að ekki sé tímabært að veita frekari upplýsingar.

Slökkviliðsmenn slökktu í síðustu glæðunum um níu leytið í morgun.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan ellefu í gærkvöldi vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn. Húsnæðið var mannlaust þegar eldurinn kom upp og engin hætta steðjaði að fólki.

Rannsókn á eldsupptökunum stendur enn yfir.Vísir.is/Hafþór Gunnarsson

Tengdar fréttir

Eldsvoði á höfninni á Ísafirði

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á Ísafirði var kallað út rétt eftir klukkan 11 í kvöld vegna eldsvoða á Ísafjarðarhöfn.

Slökkvistarfi að ljúka á Ísafirði

Nokkrir slökkviliðsmenn eru eftir við húsnæði skipaþjónustu HG þar sem þeir vinna að því að slökkva í glæðum og vakta svæðið til að koma í veg fyrir að eldur gjósi þar upp á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×