Domino's Körfuboltakvöld: Þessi voru best í Domino's deildunum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2017 08:00 Kári Jónsson og Danielle Rodriguez Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira
Tíunda umferð Domino's deildar karla var gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn, sem og 12. umferð kvennadeildarinnar. Kári Jónsson átti framúrskarandi leik þegar Haukar lögðu ÍR 97-87 á heimavelli á fimmtudagskvöld. Kári skoraði 29 stig, þar af fimm úr þriggja stiga skotum. Hann tók fimm fráköst, stal fjórum boltum og fiskaði fjórar villur. Haukamaðurinn var valinn leikmaður umferðarinnar af sérfræðingunum. Stjarnan fékk Snæfell í heimsókn í Domino's deild kvenna og sigraði örugglega 75-53. Danielle Rodriguez var langbesti maður vallarins með 35 framlagspunkta og var hún valin leikmaður 12. umferðarinnar. Rodriguez skoraði 29 stig og unnu Stjarnan þær mínútur sem hún var inn á með 26 stigum, ekki að furða að hún hafi spilað tæpar 35 mínútur í leiknum. Hún tók átta vítaskot og hitti úr þeim öllum ásamt því að setja niður þrjá þrista og sex stig innan teigs. Stolnir boltar voru níu og fráköstin tíu, jafnframt sem hún fiskaði fimm villur á andstæðinginn.Í liði umferðarinnar hjá körlunum voru KR-ingurinn Pavel Ermolinskij, Tómas Þórður Hilmarsson Stjörnunni, Paul Jones hinn þriðji frá Haukum, liðsfélagi hans Kári Jónsson og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson. Liðið þjálfar Ívar Ásgrímsson sem stýrði Haukum til glæsilegs sigurs á sjóðheitum ÍR-ingum. Paul Jones var með 77 prósenta skotnýtingu í leiknum, hitti 10 af 13 skotum sínum. Hann tók sjö fráköst og var með 26 framlagspunkta. Logi var einnig með 77 prósenta nýtingu. Af hans þrettán skotum voru þó tíu þeirra fyrir utan þriggja stiga línuna og fóru sjö þeirra ofan í körfuna. Hann kláraði sigur Njarðvíkinga á Tindastól með 29 stig og 30 í framlag. Tómas var stigahæstur Stjörnumanna í sigri þeirra á Keflavík suður með sjó með 22 stig og Pavel skoraði 17 í sigri KR á Hetti. Úrvalslið 12. umferðar Domino's deildar kvenna var skipað Haukakonunum Helenu Sverrisdóttur og Önnu Lóu Óskarsdóttur, Guðbjörgu Sverrisdóttur úr Val, Keflvíkingnum Thelmu Dís Ágústsdóttur og Danielle Rodriguez úr Stjörnunni. Helena var með hvorki meira né minna en 40 framlagspunkta í glæstum sigri Hauka á Breiðabliki. Hún skoraði 26 stig í leiknum. Anna Lóa skoraði „aðeins“ 15 stig en tímann sem hún var inni á vellinum unnu Haukar með 27 stigum. Keflavík vann mínúturnar sem Thelma Dís var inn á gegn Skallagrími með 26 stigum, hún skilaði 15 stigum, 12 fráköstum og þremur stoðsendingum. Guðbjörg var stigahæst Valskvenna gegn Njarðvík með 22 stig. Hún tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Sjá meira