Mikilvægi menntunar í verðmætasköpun við framleiðslu matvæla Jón Atli Benediktsson og Sveinn Margeirsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar