Hærri desemberuppbót elítu birtingarmynd misskiptingar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. nóvember 2017 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði. Við því þurfi að bregðast. Fréttablaðið/Stefán „Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
„Manni finnst með ólíkindum að einhver elíta skuli lúta öðrum lögmálum þegar kemur að einhverju eins og desemberuppbót,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að þeir sem heyra undir úrskurðarvald kjararáðs fái ríflega 95 þúsund krónum hærri desemberuppbót en launþegar á hinum almenna vinnumarkaði. Ragnar segir gjá hafa myndast á vinnumarkaði gagnvart stjórnvöldum sem fróðlegt verður að sjá hvort ný ríkisstjórn muni reyna að brúa. Algeng desemberuppbót, sem launafólk á rétt á eigi síðar en 15. desember ár hvert á hinum almenna og opinbera vinnumarkaði, er í ár að hámarki 86 þúsund krónur. Til samanburðar var uppbótin 82 þúsund krónur í fyrra og 78 þúsund árið 2015 og hefur því hækkað um 8 þúsund krónur á tímabilinu. Á sama tíma fá þeir sem heyra undir kjararáð að hámarki 181.868 krónur í ár, líkt og í fyrra. Árið 2015 nam upphæðin rúmlega 148 þúsund krónum og hefur því hækkað um ríflega 33 þúsund á sama tímabili. Hafa ber í huga að samkvæmt reglum kjararáðs er desemberuppbótin greidd þeim sem eru í 100 prósent starfi á almanaksárinu til 31. október, hafi viðkomandi gegnt hlutastarfi eða unnið hluta úr ári er greitt hlutfallslega. Launaákvarðanir og hækkanir kjararáðs hafa verið harðlega gagnrýndar en hæst bar umdeilda ákvörðun ráðsins í fyrra um að hækka laun kjörinna fulltrúa um tugi prósenta. Ragnar bendir á að í ákvörðunum ráðsins hafi afturvirkni launahækkana einnig vakið reiði. „Desemberuppbót er greidd óháð tekjum á hinum almenna markaði. Þetta er birtingarmynd misskiptingarinnar í hnotskurn, eins og með launahækkanir kjararáðs, langt umfram það sem eðlilegt getur talist á vinnumarkaði og afturvirkni þeirra ákvarðana. Svo eru þetta sömu embættismenn og ráðamenn og eru að krefja opinbera og almenna markaðinn um hófsemi til að verja stöðugleika en svo fara þeir ekki eftir því sjálfir og sjálftakan virðist vera mest hjá þeim sjálfum.“ Ragnar Þór segir segir þetta eitt margra mála sem séu að eitra ástandið á vinnumarkaði. „Maður sér ekki fyrir sér hvernig stjórnvöld ætla sér að leysa þennan vanda og þessa gjá sem myndast hefur á bæði opinbera og almenna vinnumarkaðinum gagnvart stjórnvöldum. Það verður áhugavert að sjá hvað kemur út úr stjórnarsáttmálanum og hvort einhverjar tilraunir verði þar gerðar til að ná sáttum á vinnumarkaði.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira