Erlent

Finnum frjálst að flagga næturlangt

Atli Ísleifsson skrifar
Finnski fáninn var tekinn í notkun í maí 2018.
Finnski fáninn var tekinn í notkun í maí 2018. Vísir/Getty
Finnum verður frjálst að flagga aðfaranótt dagsins þegar haldið verður upp á 100 ára sjálfstæðisafmæli landsins. Innanríkisráðuneyti landsins hefur tilkynnt um þessa undanþágu frá fánalögum.

Eina skilyrði þess að fáninn megi blakta við hún alla nóttina er að hann sé lýstur upp.

Finnar munu halda upp á aldarafmæli sjálfstæðis landsins þann 6. desember næstkomandi. Verður landsmönnum heimilt að flagga frá klukkan 18 þann 5. desember og til klukkan 22 á þjóðhátíðardeginum sjálfum.

Innanríkisráðuneytið segir að nauðsynlegt sé að fáninn sé upplýstur til að litir fánans sjáist vel. Annars verður fáninn að fara niður fyrir klukkan 20 líkt og vanalega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×