Erlent

Moore tók fyrst eftir eiginkonu sinni þegar hún var táningur

Kjartan Kjartansson skrifar
Ef marka má orð Moore sjálfs náði eiginkona hans fyrst athygli hans þegar hún var 15-16 ára en hann þrítugur.
Ef marka má orð Moore sjálfs náði eiginkona hans fyrst athygli hans þegar hún var 15-16 ára en hann þrítugur. Vísir/AFP

Roy Moore, frambjóðandi repúblikana til annars öldungadeildarþingsætis Alabama, segist hafa fyrst tekið eftir framtíðareiginkonu sinni þegar hún var aðeins fimtán eða sextán ára gömul en hann á fertugsaldri. Fjöldi kvenna hefur sakað Moore um að hafa elst við sig eða haft uppi kynferðislega tilburði við þær þegar þær voru unglingar eða ungar konur.

CNN-fréttastöðin rifjar upp það sem Moore hefur sagt um kynni hans og eiginkonu hans, Kayla Kisor. Moore og Kisor giftu sig þegar hann var 38 ára gamall en hún 24 ára

Í viðtali í sumar sagði Moore hins vegar að hann hefði fyrst tekið eftir Kisor „mörgum árum fyrr“ þegar hann sá Kisor á danssýningu.

„Ég man eftir nafninu hennar, það var Kayla Kisor. KK. En ég man það og ég hitti hana ekki þar...það var, svei mér þá, átta árum seinna eða eitthvað sem ég hitti hana. Og þegar hún sagði mér nafnið sitt þá mundi ég það,“ sagði Moore.

Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 skrifaði Moore einnig um þegar hann sá Kisor fyrst. Þau byrjuðu fyrst að slá sér upp þegar hún var 23 ára gömul og giftu sig ári síðar. Í bókinni rifjar hann sömuleiðis upp að hann hafi séð hana mörgum árum fyrr.

„Ég var spenntur að hitta hana, ég byrjaði á línunni: „Höfum við ekki hist einhvers staðar áður?“ „Ég held ekki,“ svaraði hún,“ segir í bókinni.

Ekkert bendir þó til þess að Moore og Kisor hafi átt í neinu sambandi þegar hún var unglingur.

Nokkrar kvennanna sem hafa sagt að Moore hafi elst við sig þegar þær voru ungar að árum saka hann jafnframt um kynferðislega áreitni eða árásir. Moore hefur harðneitað öllum ásökununum.


Tengdar fréttir

Slíta tengsl sín við Moore

Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×