Erlent

Bandarísk herflugvél hrapaði við Japansstrendur

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Til stóð að lenda flugvélinni á flugmóðurskipinu USS Ronald Reagan.
Til stóð að lenda flugvélinni á flugmóðurskipinu USS Ronald Reagan. Vísir/Getty
Herflugvél á vegum bandaríska sjóhersins hrapaði undan ströndum Japans nú í morgun. Ellefu voru í vélinni.

Að sögn breska ríkisútvarpsins er ekki vitað hvers vegna vélin hrapaði. Nöfn áhafnarmeðlimanna verða ekki gefin upp að svo stöddu meðan verið er að gera aðstandendum viðvart. Ólíklegt er talið að einhver hafi komist lífs af.

Vélin stefndi að bandaríska flugmóðurskipinu USS Ronald Reagan þegar hún hrapaði.

Tíu sjóliðar bandaríkjahers létu lífið í ágúst þegar herskipið USS John McCain sigldi á flutningaskip nærri Singapúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×