Gagnrýnir kaup á bryggjulandi og kallar eftir opnu söluferli Haraldur Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Borgaryfirvöld hafa skipulagt blandaða byggð við Sævarhöfða 33. vísir/Ernir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira