Gagnrýnir kaup á bryggjulandi og kallar eftir opnu söluferli Haraldur Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Borgaryfirvöld hafa skipulagt blandaða byggð við Sævarhöfða 33. vísir/Ernir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira