Gagnrýnir kaup á bryggjulandi og kallar eftir opnu söluferli Haraldur Guðmundsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Borgaryfirvöld hafa skipulagt blandaða byggð við Sævarhöfða 33. vísir/Ernir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fyrirhuguð kaup Reykjavíkurborgar á landinu Sævarhöfða 33 og segir það hafa átt að fara í opið söluferli. Þannig hefði verið hægt að kanna raunverulegt verðmæti landsins en borgarráð mun í dag taka afstöðu til kaupsamningsins við Faxaflóahafnir sem er upp á 1.050 milljónir króna. „Það hefði að minnsta kosti átt að fá fasteignasala til að meta verðmæti landsins áður en til sölu þess kom og verið æskilegt að selja það á frjálsum markaði vegna þess að opið söluferli er eðlilegasta aðferðafræðin og sú heiðarlegasta þegar verið er að selja opinberar eignir. Allt væri þá uppi á borðum og borgin hefði þá átt jafnt á við aðra og getað boðið í landið á markaðsverði og stjórn Faxaflóahafna tekið upplýsta ákvörðun,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður í Faxaflóahöfnum.Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi SjálfstæðisflokksDrög að kaupsamningi voru kynnt á stjórnarfundi Faxaflóahafna á föstudag og hann samþykktur. Tveir stjórnarmenn af sex, Marta og Einar Brandsson, sátu þá hjá og lagði hún fram bókun þar sem samkomulagið var gagnrýnt. Fullyrti Marta að Reykjavíkurborg hefði þrýst á að fá keypt landið, sem verður hluti af stækkun bryggjuhverfisins í Grafarvogi, og ekkert verðmat unnið sem tæki tillit til þeirrar vinnu við landfyllingu á svæðinu sem á að ljúka á næstu árum. „Það væri meiriháttar stefnubreyting hjá Faxaflóahöfnum ef þær ætluðu ekki að selja hafnarland aftur til eigenda sinna. Það var algjör einhugur um það meðal annarra í stjórninni að víkja ekki frá núverandi stefnu,“ segir Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna.Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Faxaflóahafna„Þetta eru því einhverjar getgátur þegar spurningin um opið söluferli gengur ekki upp þar sem það er stefnubreyting sem við myndum aldrei sjá hjá Faxaflóahöfnum. Það áttu sér stað raunverulegar og langar samningaviðræður og við hefðum ekki lagt samninginn fram nema vegna þess að við erum sátt við hann,“ segir Kristín Soffía. Landið er nú athafnasvæði steinefnaframleiðandans Björgunar og gengur undir vinnuheitinu Bryggjuhverfi vestur. Á þeirri landfyllingu er gert ráð fyrir allt að 850 íbúðum og munu öll mannvirki víkja nema tveir sementstankar sem eru syðst á svæðinu. Faxaflóahafnir, sem eru í eigu Reykjavíkurborgar og fjögurra annarra sveitarfélaga, sömdu við Björgun fyrir rúmu ári þar sem gert var ráð fyrir starfsemi fyrirtækisins þar til maíloka 2019. Gert er ráð fyrir að landfyllingin stækki út í sjó, vestan við athafnasvæðið, og hefur verið samið við Björgun um gerð hennar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Sjá meira