Lífið

Eru hraðbankar skotheldir?

Samúel Karl Ólason skrifar
Sarkissian notaði byssur af mismunandi stærð til að sjá hvað hraðbankar þola.
Sarkissian notaði byssur af mismunandi stærð til að sjá hvað hraðbankar þola.
Edwin Sarkissian er einn af mörgum Bandaríkjamönnum sem birtir myndbönd af sér á Youtube þar sem hann er að skjóta hina ýmsu hluti. Markmiðið er yfirleitt ekkert annað en að sjá hve auðvelt sé að skjóta í gegnum áðurnefnda hluti. Göfugt markmið og mikilvægt að svara þeirri spurningu um sem flesta hluti, myndu eflaust einhverjir segja.

Hver hefur til dæmis ekki staðið við hraðbanka og spurt sig: „Er þessi hraðbanki skotheldur? Hve stórar kúlur gæti hann stöðvað?“

Þar kemur Sarkissian sterkur inn í sínu nýjasta myndbandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×