Ástarsögur Sigurður Árni Þórðarson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þess og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu. Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið. Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða. Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég stóð einu sinni við hlið manns í Skagafirði og ræddi við hann um kirkjuna í heimabyggð hans. Orð hans voru eftirminnileg og opnuðu mér glugga að viðhorfi fólks um allt land, jafnvel óháð trú eða vantrú. Hann sagði: „Þetta er kirkjan okkar. Kirkjan er hluti af okkur. Við viljum halda í hana og hafa hana fallega.“ Svo skýrði hann mál sitt og mér vitraðist að kirkjan var honum mun meira en bara guðsþjónusturými. Hún var manninum tákn um líf fólksins hans, sögu þess og menningu. Víða hef ég heyrt fólk tala með svipuðum hætti um kirkjuna sína. Sögur þeirra eru ástarsögur, ekki um spýtur, steypu og gler, heldur um líf fólks og menningu. Kirkjuhúsin þjóna ekki einu heldur mörgum og mismunandi hlutverkum. Ferðafólk á leið um landið vitjar þeirra. Margir skoða kirkjur og garðana umhverfis þær vegna þess m.a. að þar eru menningarminjar. Þær tjá sjálfsviðhorf fólks í sókninni og getu samfélagsins. Fólk vill, að kirkjuhúsin séu falleg og þykir ótækt að þau grotni niður þó erfitt sé að finna fé til að kosta viðgerðir. Þeim er jafnvel haldið við eftir að allt fólk er flutt úr sveitinni. Svo eru þessi hús umgjörð um mikilvægustu athafnir í lífi fólks, staðir lifandi orðs og samfélags. Ytri umgjörð á að vera í samræmi við inntakið. Kirkjur eru gjarnan tákn um sögu viðkomandi byggðar og samhengi þeirra kynslóða, sem eiga sér sameiginlegan helgidóm, jafnvel um aldir. Kirkjur eru tákn, sem vísa til gilda og tilgangs. Hvert samfélag þarfnast skírskotunar um sið og hlutverk. Kirkjur þjóna ekki aðeins því hlutverki að teikna línur í landslag, vera kennileiti í sveit eða augnhvílur fólks á ferð. Kirkjuhús eru tákn um að mannfélag eigi sér dýpri rök og gilt samhengi, sem ekki bregst í hverfulum heimi. Það er skírskotun helgistaða. Ástartjáning fólks gagnvart kirkjum þeirra heillar. Og rímar við ástarsögu Guðs í erkifrásögn kristninnar um að lífið sé gott og dauðanum sterkara. Við mannfólkið erum aðilar þeirrar sögu. „Meðan kirkjan stendur mun þessi byggð standa,“ var sagt um kirkju í Vestur-Skaftafellssýslu. Kirkjuhúsin tjá hvaða viðhorf við höfum til menningar okkar. Við seljum ekki eða förgum því sem við elskum heldur verndum og gætum. „Ég elska þessa kirkju,“ sagði kona við mig og átti bæði við húsið og erindi hennar. Góðar ástarsögur hrífa. Höfundur er prestur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar