Erlent

Mega krefjast bólusetninga

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Ítölsk börn mega ekki hefja skólagöngu nema þau séu bólusett gegn algengustu barnasjúkdómunum.
Ítölsk börn mega ekki hefja skólagöngu nema þau séu bólusett gegn algengustu barnasjúkdómunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Skólayfirvöld eru í fullum rétti þegar þau gera bólusetningar að skilyrði fyrir skólavist barna. Þetta hefur stjórnlagadómstóll Ítalíu úrskurðað.

Samkvæmt nýjum lögum geta skólar neitað börnum inngöngu í skólana hafi þau ekki fengið algengustu bólusetningar barna. Dómstóllinn tók meðal annars mið af því að færri börn eru nú bólusett en áður.

Auk þess bendir dómstóllinn á að um sé að ræða landslög en ekki lög sem sett hafa verið í ákveðnu héraði en yfirvöld í héraðinu Veneto höfðu skotið málinu til hans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×