Erlent

Þýskir Jafnaðarmenn opna á viðræður

Atli Ísleifsson skrifar
Martin Schulz er formaður Jafnaðarmanna.
Martin Schulz er formaður Jafnaðarmanna. Vísir/AFP
Jafnaðarmannaflokkurinn í Þýskalandi er reiðubúinn til viðræðna til að hægt verði að leysa stjórnarkreppuna í landinu. Frá þessu segir framkvæmdastjóri flokksins, Hubertus Heil.

Ummæli Heil koma í kjölfar langra og erfiðra deilna innan flokks um hvernig flokkurinn eigi að beita sér og hvaða afstöðu skuli taka gagnvart ólíkum stjórnarmynstrum. „SPD mun ekki hafna viðræðum,“ segir Heil.

Jafnaðarmannaflokkurinn beið mikinn ósigur í þingkosningunum sem fram fóru í september síðastliðinn og lýsti formaðurinn Martin Schulz því yfir að flokkurinn yrði í stjórnarandstöðu eftir að hafa starfað í ríkisstjórn með Kristilegum demókrötum síðustu kjörtímabil.

Fjölmargir hafa þrýst á flokkinn verði að endurskoða afstöðu sína eftir að stjórnarmyndunarviðræður Kristilegra demókrata, Frjálslyndra demókrata og Græningja sigldu í strand.

Hafa margir háttsettir menn innan Jafnaðarmannaflokksins lýst því eftir að flokkurinn þurfi að axla ábyrgð til að hægt sé að viðhalda pólitískum stöðugleika í landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×