Ber Braga þungum sökum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 12:00 Hildur Jakobína segist hafa oftar en einu sinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu Braga þar sem hún sinnti starfi sínu. Vísir Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. Frá þessu greinir Hildur Jakobína í færslu á Facebook síðu sinni. Hildur Jakobína segist hafa oftar en einu sinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu Braga þar sem hún sinnti starfi sínu.„Ég lenti í ofbeldi af hálfu þessa einstaklings þar sem ég sinnti starfi mínu. Það var ekki í eitt skipti. Ég lærði mitt starf af þeim bestu og mun í kjölfar þessa færslu fá á mig gagnrýni Braga Guðbrandssonar sem vanhæfur starfsmaður í Barnavernd, ég geri mér grein fyrir því. Hann hefur sakað mig um ýmislegt, m.a. mannrán. Fjölmörg vitni eru að því,“ segir Hildur í færslunni á Fésbók. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu hafa borið fram formlegar kvartanir vegna Braga Guðbrandssonar. Er hann sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndarmálum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar að því er kemur fram í frétt RÚV. Hildur Jakobína segist í pistli sínum telja að þróun barnaverndarstarfs á Íslandi sé í heljargreipum vegna Braga og að hann svífist einskis til að láta sig líta vel út í fjölmiðlum. „Ég hætti sem félagsmálastjóri úti á landi vegna alvarlegs ofbeldis af hálfu hans og starfsmanna hans á Barnaverndarstofu. Ég er enn að glíma við afleiðingar á því. Ég fann að ég var hætt að þora að standa með börnum í vanda þar sem ég vissi að hann notaði það gegn mér vegna persónulegrar óvildar í minn garð. Ég var hætt að þora að takast á við erfið mál og hætti þess vegna í starfi, barnanna vegna ekki hans. Ég get ekki þagað lengur og hef ekki ástæðu til. Ég tel að „dysfunctional" yfirmenn séu mein í mörgum stofnunum í þessu landi og víðar og auka þarf eftirlit með slíku og setja hámark á setu.“Hildur skorar á aðra barnaverndarstarfsmenn að stíga fram úr enn einni þöggun í samfélaginu. Hún skilji þó að þeir séu hræddir.Sagður hafa hlutast til í kynferðisbrotamáliÍ kvörtunum sem borist hafa Félagsmálaráðuneytinu er Bragi meðal annars sakaður um að hafa hlutast til um í máli föður sem var grunaður um kynferðisbrot gegn börnum sínum. Í frétt á vef RÚV segir að Bragi hafi hringt í barnaverndarstarfsmann sem annaðist mál barnanna, en áður hafði vaknað slíkur grunur. Málið var kært til lögreglu og sent áfram í Barnahús. Starfsmaðurinn segir að Bragi hafi hringt í sig og sagst efast um að nauðsynlegt væri að senda málið í Barnahús. Hafði fjölskylda föðurins haft samband við Braga og sagst trúa því að faðirinn væri saklaus. Hann hafi farið þess á leit við starfsmanninn að hann reyndi að tala um fyrir móður barnanna og biðja hana að tálma ekki umgengni barnanna við föður sinn. Ótrúverðugt væri að maðurinn reyndi að brjóta gegn börnunum um leið og hann fengið að hitta þau. Kvartanirnar sem komnar eru á borð félagsmálaráðherra ná aftur til ársins 2009 og lúta flestar að því sem talin eru óeðlileg afskipti Braga af einstaka málum. Þá er hann sakaður um að sýna ekki tilhlýðilega kurteisi eða háttsemi, hann sé dónalegur og ruddalegur á fundum og í samtölum og hafi í hótunum við starfsfólk.Gagnrýna framkomu lögmanns BarnaverndarstofuÞá er sérstaklega gagnrýnt að í Kastljósi þann 8. nóvember síðastliðinn hafi lögmaður Barnaverndarstofu sagt að Barnaverndarnefndir reyni að grafa undan eftirlitshlutverki barnaverndarstofu með þrýstingi á framgang frumvarps um nýja eftirlitsstofnun á sviði félagsþjónustu. Er talið að með þessu hafi lögfræðingurinn gefið í skyn að nefndirnar vildu reyna að koma sér hjá eftirliti. Sú ásökun eigi sér enga stöð. Frumvarpið sem um ræðir gerir ráð fyrir nýrri gæða- og eftirlitsstofnun sem sinni afmörkuðu eftirliti á sviði barnaverndar og taki til starfa í janúar árið 2018. Barnaverndarstofa hefur lagst gegn slíkri stofnun en frumvarpið hefur ekki orðið að lögum. Bragi sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá hafði Vísir samband við Hildi sem sagðist ekki haft neitt við færslu sína að bæta. Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Hildur Jakobína Gísladóttir, fyrrverandi félagsmálastjóri á Ströndum, segir að Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, hafi sakað sig um mannrán. Frá þessu greinir Hildur Jakobína í færslu á Facebook síðu sinni. Hildur Jakobína segist hafa oftar en einu sinni orðið fyrir ofbeldi af hálfu Braga þar sem hún sinnti starfi sínu.„Ég lenti í ofbeldi af hálfu þessa einstaklings þar sem ég sinnti starfi mínu. Það var ekki í eitt skipti. Ég lærði mitt starf af þeim bestu og mun í kjölfar þessa færslu fá á mig gagnrýni Braga Guðbrandssonar sem vanhæfur starfsmaður í Barnavernd, ég geri mér grein fyrir því. Hann hefur sakað mig um ýmislegt, m.a. mannrán. Fjölmörg vitni eru að því,“ segir Hildur í færslunni á Fésbók. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu hafa borið fram formlegar kvartanir vegna Braga Guðbrandssonar. Er hann sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndarmálum, ruddalega framkomu og órökstuddar ávirðingar að því er kemur fram í frétt RÚV. Hildur Jakobína segist í pistli sínum telja að þróun barnaverndarstarfs á Íslandi sé í heljargreipum vegna Braga og að hann svífist einskis til að láta sig líta vel út í fjölmiðlum. „Ég hætti sem félagsmálastjóri úti á landi vegna alvarlegs ofbeldis af hálfu hans og starfsmanna hans á Barnaverndarstofu. Ég er enn að glíma við afleiðingar á því. Ég fann að ég var hætt að þora að standa með börnum í vanda þar sem ég vissi að hann notaði það gegn mér vegna persónulegrar óvildar í minn garð. Ég var hætt að þora að takast á við erfið mál og hætti þess vegna í starfi, barnanna vegna ekki hans. Ég get ekki þagað lengur og hef ekki ástæðu til. Ég tel að „dysfunctional" yfirmenn séu mein í mörgum stofnunum í þessu landi og víðar og auka þarf eftirlit með slíku og setja hámark á setu.“Hildur skorar á aðra barnaverndarstarfsmenn að stíga fram úr enn einni þöggun í samfélaginu. Hún skilji þó að þeir séu hræddir.Sagður hafa hlutast til í kynferðisbrotamáliÍ kvörtunum sem borist hafa Félagsmálaráðuneytinu er Bragi meðal annars sakaður um að hafa hlutast til um í máli föður sem var grunaður um kynferðisbrot gegn börnum sínum. Í frétt á vef RÚV segir að Bragi hafi hringt í barnaverndarstarfsmann sem annaðist mál barnanna, en áður hafði vaknað slíkur grunur. Málið var kært til lögreglu og sent áfram í Barnahús. Starfsmaðurinn segir að Bragi hafi hringt í sig og sagst efast um að nauðsynlegt væri að senda málið í Barnahús. Hafði fjölskylda föðurins haft samband við Braga og sagst trúa því að faðirinn væri saklaus. Hann hafi farið þess á leit við starfsmanninn að hann reyndi að tala um fyrir móður barnanna og biðja hana að tálma ekki umgengni barnanna við föður sinn. Ótrúverðugt væri að maðurinn reyndi að brjóta gegn börnunum um leið og hann fengið að hitta þau. Kvartanirnar sem komnar eru á borð félagsmálaráðherra ná aftur til ársins 2009 og lúta flestar að því sem talin eru óeðlileg afskipti Braga af einstaka málum. Þá er hann sakaður um að sýna ekki tilhlýðilega kurteisi eða háttsemi, hann sé dónalegur og ruddalegur á fundum og í samtölum og hafi í hótunum við starfsfólk.Gagnrýna framkomu lögmanns BarnaverndarstofuÞá er sérstaklega gagnrýnt að í Kastljósi þann 8. nóvember síðastliðinn hafi lögmaður Barnaverndarstofu sagt að Barnaverndarnefndir reyni að grafa undan eftirlitshlutverki barnaverndarstofu með þrýstingi á framgang frumvarps um nýja eftirlitsstofnun á sviði félagsþjónustu. Er talið að með þessu hafi lögfræðingurinn gefið í skyn að nefndirnar vildu reyna að koma sér hjá eftirliti. Sú ásökun eigi sér enga stöð. Frumvarpið sem um ræðir gerir ráð fyrir nýrri gæða- og eftirlitsstofnun sem sinni afmörkuðu eftirliti á sviði barnaverndar og taki til starfa í janúar árið 2018. Barnaverndarstofa hefur lagst gegn slíkri stofnun en frumvarpið hefur ekki orðið að lögum. Bragi sagðist í samtali við Vísi ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá hafði Vísir samband við Hildi sem sagðist ekki haft neitt við færslu sína að bæta.
Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira