Háir skattar íþyngja brugghúsunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. nóvember 2017 08:00 Innlendum brugghúsum hefur fjölgað síðustu ár og vöruúrval aukist þar af leiðandi í ÁTVR. vísir/Ernir Skattlagning á áfengisframleiðendur er eitt helsta vandamálið sem litlir bjórframleiðendur standa frammi fyrir. Þetta segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Töluverð aukning hefur verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13 prósent á árunum 2012 til 2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafa tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist. Eitt besta dæmið er kannski bruggverksmiðjan á Árskógssandi þar sem bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölutekjur verksmiðjunnar voru 436 milljónir króna á árinu 2016 og jukust um 44,6 milljónir króna eða 11,4 prósent. Ölvisholt brugghús seldi vörur fyrir 74 milljónir króna í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi séu tekin. Bjórframleiðsla stærri fyrirtækja á borð við Vífilfell og Ölgerðina er síðan mun umfangsmeiri.Björg Ásta Þórðardóttir„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg. Félag Viðskipta og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu í vikunni. „Þessir minni bjórframleiðendur hafa viljað fá einhvern svona vettvang til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum, sem eru reyndar sameiginleg stærri framleiðendum líka. Við höfum sagt að við viljum styðja við það,“ segir Björg Ásta um tilefni fundarins. Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er, getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. „Svo eftir því sem áfengisprósentan hækkar þá hækkar gjaldið,“ útskýrir hún. Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir bjórframleiðandann að þurfa að standa skil á opinberum greiðslum til ríkisins áður en varan er seld. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins. Hann selur síðan vöruna til birgja, vínveitingahúsa eða ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslufrest,“ segir Björg Ásta. Það geti því liðið 30 dagar frá því að framleiðandinn er búinn að greiða opinber gjöld og þangað til hann fær sölutekjur af vörunni. „Þannig að þetta er mög þungur rekstur. Svo er markaðssetningin takmörkuð út af áfengisauglýsingabanni og fleira,“ bætir hún við. Björg Ásta telur að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir litlu aðilana sem eru að reyna að starta fyrirtæki með allt sem því fylgir og reyna að markaðssetja sig,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Skattlagning á áfengisframleiðendur er eitt helsta vandamálið sem litlir bjórframleiðendur standa frammi fyrir. Þetta segir Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins. Töluverð aukning hefur verið í neyslu bjórs á undanförnum árum, en sala í Vínbúðunum jókst um rúm 13 prósent á árunum 2012 til 2016. Fór úr 14,5 milljónum lítra í 16,4 milljónir lítra. Um 70 prósent af sölunni er íslensk framleiðsla. Á sama tíma hafa tekjur íslenskra bjórverksmiðja aukist. Eitt besta dæmið er kannski bruggverksmiðjan á Árskógssandi þar sem bjórinn Kaldi er framleiddur. Sölutekjur verksmiðjunnar voru 436 milljónir króna á árinu 2016 og jukust um 44,6 milljónir króna eða 11,4 prósent. Ölvisholt brugghús seldi vörur fyrir 74 milljónir króna í fyrra og Einstök ölgerð seldi bjór fyrir tæpar 46 milljónir, svo dæmi séu tekin. Bjórframleiðsla stærri fyrirtækja á borð við Vífilfell og Ölgerðina er síðan mun umfangsmeiri.Björg Ásta Þórðardóttir„Tækifærin eru náttúrlega fólgin í því að það er aukin ferðamennska og við erum með mjög flotta aðila sem eru að spretta upp í þessu umhverfi þó að það sé svona erfitt umfangs,“ segir Björg. Félag Viðskipta og hagfræðinga og Samtök iðnaðarins boðuðu til fundar um íslenska bjórframleiðslu í vikunni. „Þessir minni bjórframleiðendur hafa viljað fá einhvern svona vettvang til að berjast fyrir sínum hagsmunamálum, sem eru reyndar sameiginleg stærri framleiðendum líka. Við höfum sagt að við viljum styðja við það,“ segir Björg Ásta um tilefni fundarins. Opinber gjöld sem lögð eru á bjór eru misjafnlega há eftir því hve há áfengisprósentan er, getur verið meira en helmingurinn af söluverðinu. „Svo eftir því sem áfengisprósentan hækkar þá hækkar gjaldið,“ útskýrir hún. Björg Ásta segir íþyngjandi fyrir bjórframleiðandann að þurfa að standa skil á opinberum greiðslum til ríkisins áður en varan er seld. „Áfengisframleiðandinn þarf að standa skil á skattinum til ríkisins. Hann selur síðan vöruna til birgja, vínveitingahúsa eða ÁTVR sem fær þá 30 daga greiðslufrest,“ segir Björg Ásta. Það geti því liðið 30 dagar frá því að framleiðandinn er búinn að greiða opinber gjöld og þangað til hann fær sölutekjur af vörunni. „Þannig að þetta er mög þungur rekstur. Svo er markaðssetningin takmörkuð út af áfengisauglýsingabanni og fleira,“ bætir hún við. Björg Ásta telur að Íslendingar hafi sett heimsmet í skattlagningu á áfengi. „Þessi staða er erfið fyrir litlu aðilana sem eru að reyna að starta fyrirtæki með allt sem því fylgir og reyna að markaðssetja sig,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira