Innlent

Nokkur minniháttar umferðaróhöpp í snjónum á höfuðborgarsvæðinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð þung í morgun.
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið nokkuð þung í morgun. vísir/benedikt bóas
Nokkur minniháttar umferðaróhöpp hafa orðið í morgun í fyrsta snjó vetrarins á höfuðborgarsvæðinu að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Umferðin er þung en Ómar Smári segir að hún hafi þó gengið vel.

„Reynslan hefur sýnt okkur að fólk fer varlega svona fyrstu dagana eftir að það byrjar að snjóa,“ segir Ómar í samtali við Vísi.

 

Hann segir umferðina hafa gengið hægt í morgun þegar él gengu yfir en svo þegar stytti upp hafi hún farið að ganga hraðar.

Ómar segir að ökumönnunum fari sífellt fjölgandi sem séu á vel búnum bílum við upphaf vetrar en þó séu alltaf einhverjir sem séu ekki tilbúnir með sína bíla í vetrarfærðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×