Enski boltinn

"Myndi velja De Bruyne bestan þótt hann spilaði ekki fleiri leiki á tímabilinu“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kevin De Bruyne hefur gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Kevin De Bruyne hefur gefið sex stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal, er ekki í vafa hvern hann myndi velja sem besta leikmann tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Keown svaraði spurningum lesenda Daily Mail í gær. Þar var hann m.a. spurður hver væri líklegastur til að verða valinn besti leikmaður tímabilsins.

Það stóð ekki á svari hjá Keown sem sagði að hann myndi velja Kevin De Bruyne, leikmann Manchester City, sem þann besta, jafnvel þótt hann spilaði ekki fleiri leiki á tímabilinu.

Keown er eflaust ekki einn um þessa skoðun því De Bruyne hefur átt frábært tímabil fyrir City sem situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

De Bruyne er arkitektinn í mögnuðum sóknarleik City sem hefur skorað 38 mörk í fyrstu 11 leikjum tímabilsins. Belginn hefur sjálfur skorað tvö mörk og gefið sex stoðsendingar.

Keown hrósar De Bruyne í hástert og segir að hann sjái sendingamöguleika og opnanir sem aðrir sjái ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×