Alvarlegast að plastbarkamálið varði mannréttindasáttmálann: „Ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 20:00 Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir örlög sjúklingsins það mikilvægasta í plastbarkamálinu. Mynd/Landspítalinn „Í ljósi þess að þetta alvarlega mál teygði anga sína til Íslands var það mat okkar rektors HÍ að nauðsynlegt væri að rýna þann þátt málsins sérstaklega. Skipuðum við því óháða nefnd sem mat m.a. niðurstöður sænsku rannsóknanna,“ segir í nýjum pistli frá Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans um plastbarkamálið svokallaða. „Alvarlegasta ályktun nefndarinnar hlýtur að vera sú að málið kunni að varða 2. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Sú grein fjallar um rétt okkar allra til verndunar lífs. Landspítali er stofnun þar sem sjúklingurinn er í öndvegi. Við helgum okkur varðveislu lífs svo það er okkur öllum sem hér störfum gríðarlegt áfall að dragast inn í mál, með hvaða hætti sem það kann að hafa verið, sem hefur einhvern snertiflöt við ályktun um að sú helgi hafi verið rofin.“Viðbrögðin verði að vera ígrunduð Páll segir að allir hljóti að skilja að Landspítalinn, Háskóli Íslands og þeir aðilar sem hafa aðkomu að málinu þurfi andrými til að rýna einstaka þætti þessarar efnismiklu skýrslu nákvæmlega. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefndin birti niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við þetta mál. „Þeir lærdómar sem við drögum af málinu verða að byggja á vandaðri yfirlegu og viðbrögð okkar verða að vera ígrunduð. Við munum taka þann tíma sem þarf í þessa vinnu og ljóst er að framundan eru verkefni fyrir okkur öll. Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur skýrsluna vel, þó að þarna sé á ferðinni þungur lestur.“ Bendir hann þar á útdrátt um meginniðurstöður annars vegar og svo hins vegar skýrsluna sjálfa í heild sinni.Hefur óskað eftir fundi með forstjóra Karolinska „Niðurstöðum nefndarinnar, tillögum og ábendingum tökum við á Landspítala af mikilli alvöru og leitum leiða til að mæta þeim eftir því sem unnt er. Af því sem þegar hefur verið ákveðið get ég upplýst að mál er varða vísindasiðanefnd verða tekin upp við stjórnvöld, hlutum málsins verður vísað til siðfræðinefndar Landspítala og við höfum til skoðunar tillögu nefndarinnar um það með hvaða hætti unnt er að koma ekkju sjúklings til aðstoðar. Þá liggur fyrir að efni skýrslunnar kallar á samskipti við bæði Karolinska sjúkrahúsið og Karolinsku stofnunina og hef ég þegar óskað eftir fundi með forstjóra Karolinska sjúkrahússins til að ræða samskipti stofnananna. Eins og nærri má geta er þetta langt frá því að vera tæmandi listi, við munum ígrunda málið áfram og ég geri ráð fyrir ábendingum frá ykkur.“ Páll segir mikilvægt að draga fram það sem mestu máli skiptir og það hafi ekki verið þáttur Paolo Macchiarini eða Karolinska, hvað þá hlutur Landspítala, HÍ eða íslenskra meðferðaraðila. „Það mikilvægasta eru örlög Andemariam Taeklesebet Beyne. Ungur fjölskyldufaðir og námsmaður, sjúklingur okkar og skjólstæðingur Landspítala, tók í örvæntingu sinni þátt í ólögmætri tilraun með skelfilegum afleiðingum. Vissulega fékk hann góða þjónustu hjá okkur fyrir og eftir hina afdrifaríku skurðaðgerð í Svíþjóð. Engu að síður brást svo margt sem ekki mátti bregðast og af virðingu við Andemariam og fjölskyldu hans ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli. Það munum við gera.“ Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. "Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. 7. nóvember 2017 15:51 Tómas sendur í leyfi frá störfum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tenglsum við Plastbarkamálið svokallaða. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
„Í ljósi þess að þetta alvarlega mál teygði anga sína til Íslands var það mat okkar rektors HÍ að nauðsynlegt væri að rýna þann þátt málsins sérstaklega. Skipuðum við því óháða nefnd sem mat m.a. niðurstöður sænsku rannsóknanna,“ segir í nýjum pistli frá Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans um plastbarkamálið svokallaða. „Alvarlegasta ályktun nefndarinnar hlýtur að vera sú að málið kunni að varða 2. grein mannréttindasáttmála Evrópu. Sú grein fjallar um rétt okkar allra til verndunar lífs. Landspítali er stofnun þar sem sjúklingurinn er í öndvegi. Við helgum okkur varðveislu lífs svo það er okkur öllum sem hér störfum gríðarlegt áfall að dragast inn í mál, með hvaða hætti sem það kann að hafa verið, sem hefur einhvern snertiflöt við ályktun um að sú helgi hafi verið rofin.“Viðbrögðin verði að vera ígrunduð Páll segir að allir hljóti að skilja að Landspítalinn, Háskóli Íslands og þeir aðilar sem hafa aðkomu að málinu þurfi andrými til að rýna einstaka þætti þessarar efnismiklu skýrslu nákvæmlega. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefndin birti niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við þetta mál. „Þeir lærdómar sem við drögum af málinu verða að byggja á vandaðri yfirlegu og viðbrögð okkar verða að vera ígrunduð. Við munum taka þann tíma sem þarf í þessa vinnu og ljóst er að framundan eru verkefni fyrir okkur öll. Ég vil hvetja ykkur til að kynna ykkur skýrsluna vel, þó að þarna sé á ferðinni þungur lestur.“ Bendir hann þar á útdrátt um meginniðurstöður annars vegar og svo hins vegar skýrsluna sjálfa í heild sinni.Hefur óskað eftir fundi með forstjóra Karolinska „Niðurstöðum nefndarinnar, tillögum og ábendingum tökum við á Landspítala af mikilli alvöru og leitum leiða til að mæta þeim eftir því sem unnt er. Af því sem þegar hefur verið ákveðið get ég upplýst að mál er varða vísindasiðanefnd verða tekin upp við stjórnvöld, hlutum málsins verður vísað til siðfræðinefndar Landspítala og við höfum til skoðunar tillögu nefndarinnar um það með hvaða hætti unnt er að koma ekkju sjúklings til aðstoðar. Þá liggur fyrir að efni skýrslunnar kallar á samskipti við bæði Karolinska sjúkrahúsið og Karolinsku stofnunina og hef ég þegar óskað eftir fundi með forstjóra Karolinska sjúkrahússins til að ræða samskipti stofnananna. Eins og nærri má geta er þetta langt frá því að vera tæmandi listi, við munum ígrunda málið áfram og ég geri ráð fyrir ábendingum frá ykkur.“ Páll segir mikilvægt að draga fram það sem mestu máli skiptir og það hafi ekki verið þáttur Paolo Macchiarini eða Karolinska, hvað þá hlutur Landspítala, HÍ eða íslenskra meðferðaraðila. „Það mikilvægasta eru örlög Andemariam Taeklesebet Beyne. Ungur fjölskyldufaðir og námsmaður, sjúklingur okkar og skjólstæðingur Landspítala, tók í örvæntingu sinni þátt í ólögmætri tilraun með skelfilegum afleiðingum. Vissulega fékk hann góða þjónustu hjá okkur fyrir og eftir hina afdrifaríku skurðaðgerð í Svíþjóð. Engu að síður brást svo margt sem ekki mátti bregðast og af virðingu við Andemariam og fjölskyldu hans ber okkur öllum skylda til að læra af þessu hörmulega máli. Það munum við gera.“
Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. "Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. 7. nóvember 2017 15:51 Tómas sendur í leyfi frá störfum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tenglsum við Plastbarkamálið svokallaða. 7. nóvember 2017 12:45 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
"Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Yfirlýsing frá Tómasi: Harmar að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu Í yfirlýsingunni segist Tómas harma að hafa ekki sýnt meiri aðgæslu í samskiptum við Karolinska-sjúkrahúsið og Paolo Macchiarini. "Sem ég lagði of mikið traust á,“ segir Tómas um ítalska lækninn. 7. nóvember 2017 15:51
Tómas sendur í leyfi frá störfum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tenglsum við Plastbarkamálið svokallaða. 7. nóvember 2017 12:45