Fótbolti

Sif framlengir við Kristianstads

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sif í leik gegn Sviss á EM í Hollandi í sumar.
Sif í leik gegn Sviss á EM í Hollandi í sumar. vísir/getty
Sif Atladóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Kristianstads.

Íslenska landsliðskonan hefur verið í herbúðum sænska liðsins frá 2011 en næsta tímabil verður hennar áttunda hjá Kristianstads.

Sif hefur leikið alla leiki Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Liðið mætir Kvarnsveden í lokumferð deildarinnar í dag en með sigri getur Kristianstads farið upp í 5. sætið.

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstads, framlengdi einnig samning sinn við félagið á dögunum.


Tengdar fréttir

„Eðlilegt að kona borgi hálfa milljón fyrir Big Mac“

Það hefur mikið breyst hjá sænska fótboltaliðinu Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, á einu ári. Í fyrra var félagið nánast gjaldþrota og bjargaði sér frá falli í næstefstu deild í lokaumferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×