Fótbolti

Sif fagnaði nýja samningnum með sigri

Krisitnn Páll Teitsson skrifar
Sif Atladóttir hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð frá árinu 2010.
Sif Atladóttir hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð frá árinu 2010. Vísir/Tom
Sif Atladóttir og stöllur í Kristianstads undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 5-2 sigur á Kvarnsvedens í sænska boltanum í dag.

Fyrr í dag var tilkynnt að Sif hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning hjá sænska félaginu og fylgdi hún því eftir með 90. mínútum í öruggum sigri.

Heimakonur komust 4-1 yfir snemma seinni hálfleiks og var sigurinn því ekki í hættu þótt Kvarnsvedens hafi minnkað muninn.

Var þetta annar sigurinn í síðustu þremur leikjum hjá Kristianstads sem er með 31 stig í 5. sæti deildarinnar að 22. umferðum loknum.

Aðrir íslenskir leikmenn í Allsvenskan áttu ekki góðan dag en landsliðskonurnar Hallbera Gísladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir gátu ekki komið í veg fyrir 1-5 tap Djurgarden á heimavelli gegn Pitea.

Þá var Glódís Perla Viggósdóttir í byrjunarliði Rosengard sem tapaði óvænt 0-1 á heimavelli gegn Hammarby en á sama tíma lék Anna Björk Kristjánsdóttir í 0-1 tapi Bunkeflo á heimavelli gegn Linkopings.

Í Þýskalandi lék Sara Björk Gunnarsdóttir allan leikinn í 1-0 sigri Wolfsburg en þýsku meistararnir voru ekki lengi að komast af stað á ný eftir tap gegn Freiburg í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×